Vaka - 01.09.1929, Síða 57
[vaka]
SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
183
„réttlæti og kærleika". Þjóðverjum skuli leyft að halda
uppi eigin skólum, félögum og stofnunum.
Tírólbúar vissu þegar eftir stríðið, hvað í ráði var.
ítalir heimtuðu land allt að Brenner. Þjóðverjar i Suð-
ur-Tíról reyndu með öllum ráðum að herjast gegn því,
að land þeirra yrði innlimað í Italíu. Hins vegar voru
þeir þegar fylgjandi því, að Suður-Tíról yrði hlutað í
sundur eftir þjóðerni íbúanna. Vildu þeir, að landa-
merkjalínan lægi um Salurn, svo sem Trientbúar höfðu
fyrrum óskað. Þar er meðalhæð landsins 2000 metrar
og á löngu svæði er hæðin um 3000 metrar. Samkvæmt
síðasta manntali fyrir stríð, liöfðu búið i Suður-Tíról
norðan við Salurn 220.000 Þjóðverjar, 9.400 Ladínar,
en aðeins 7000 ítalir, flest verkamenn á víð og dreif.
Þjóðverjar- og Ladínar stóðu saman sem ein heild. En
þeir máttu sín ekki mikils eins og á stóð. Austurríki
var magnlaust og sigurvegararnir lögðu allt kapp á að
þröngva sem mest kosti Þjóðverja. Tírólbúar sendu
meðal annars bænarskjal til Wilsons. En ítalir höfðu
um þær mundir bannað samgöngur milli Norður- og
Suður-Tíról. Urðu sendimenn úr Suður-Tíról að fara
yfir jökla til þess að koma skjalinu. Og þegar það loks
komst í hendur Wilsons, hafði hann gefið samþykki
sitt til landamæranna um Brenner. Eftir skýrslu ritara
hans, hefir Wilson síðar iðrast þeirrar gjörðar. En
Tolomei, sagnaritari ítala, hélt því fram í bók, er
hann samdi, að Suður-Tíról heyrði að réttu ítölum
til, og byggði það á því, að Rómverjar hefði ráðið þar
ríkjum á keisaratímunum. Tírólbúar segja, að hann
hefði með jafnmiklum rétti getað heimtað Lundúna-
borg lagða undir Italíu, því að Rómverjar hefði ráðið
jafnlengi yfir henni. En orð Tolomeis voru þung á
metunum lijá þeim, sem liöfðu það eitt fyrir augum
að ganga milli bols og höfuðs á Þjóðverjum. 0. sept.
1919 var Suður-Tíról skilið frá Austurríki. Landstjórn-
in í Tíról viðurkenndi ekki friðarskilmálana nema sem