Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 125
[ vaka]
IUTFREGNIR.
251
Greipssyni, né Gunnari Gunnarssyni að þakka. Það er
af því, að orð Ugga og hugsanir bera of víða vitni um
sérgæði og sjálfsánægju, til þess að geta tryggt honum
óskifta samúð lesandans, — þrátt fyrir hinn glæsilega
stíl.
Og hér vaknar sú spurning ósjálfrátt: Hvort er það
skáldsaga eða æfisaga sjálfs sín, sem Gunnar Gunnars-
son hefir verið að rita? Spurningin kann að sýnast ó-
þörf. Og ég hefi í undanfarandi hugleiðingum iniðað
við, að hér væri um skáldsögu að ræða. Ritið virðist
sjálft styðja þá skoðun við fyrstu sýn. En jafnvel fyrsta
bindi hefir ærna bresti, ef það á að dæmast sem skáld-
saga, og hin síðari þó fleiri. Það er af því, að Gunnar
Gunnarsson grípur hvarvetna fram fyrir hendur Ugga
Greipssyni. Hann fær ekki leyfi til þess að vera slikt
barn, sem hann er í raun og veru, af þvi að höf. þarf
jafnan að láta frumleika sinn og stílgáfu ljóma l'yrir
augum lesandans. Margar af hugleiðingum Ugga eru
ekki hans eigin hugleiðingar, lilátt áfram vegna þess,
að þær falla utan þeirra hugkvía, sem barn á hans aldri
greinir hlutina innan og skýrir þá fyrir sér og setur
þá í samhengi. Gunnar Gunnarsson skortir hér þá
drotlinhollustu listamannsins við hlutverk sitt, að hafa
hemil á andríki sínu og skarpskyggni, unz Ugga var
vaxinn svo fiskur um hrygg, að það mætti með nokkru
móti trúlegt verða, að það væri hann en ekki Gunnar
Gunnarsson sem talaði. Gunnar Gunnarsson fer hér
fram með hætti þess, er ritar æfisögu sína og verður
það að lýtum á bókinni, ef um skáldsögu er að ræða.
En geruin þá ráð fyrir, að það sé sjálfsæfisaga
Gunnars Gunnarssonar, sein hér ræðir um. Nokkrir af
ágöllum þeim, cr hér liafa verið gerðir að umtalsefni,
falla þá í hurtu af eðlilegum ástæðum. Höf. er, ef því
er að skifta, frjálsari um niðurröðun efnisins. Hann
Iosnar að vissu leyti við þá skyldu að „motivera" at-
burðarásina. En aðrir ágallar birtast í staðinn, og að
minni hyggju engu minni en þeir, er áður var getið.
Þess er þá að geta, að maður, sein nokkur dcili veit
á íslenzkuin bóknienntum og listum síðustu tuttugu
árin, hlýtur að kannast við alla þá Islendinga, er fyrir
koma í „Hugleiki Mjöksiglanda“ auk Ugga Greipsson-
ar. Að minnsta kosti lor mér svo, að ég þóttist ekki í
vafa um, við hverja væri átt. Og einkum styrkist mað-