Menntamál - 01.03.1936, Page 3
Menntamál
IX. ár.
Jan.—Marz
1936.
Útgáfa og ritstjðrn Menntamála.
Eftir A. K., formann S.Í.B.
Þeir Gunnar M. Magnúss og Pálmi Jósefsson, er ann-
ast hafa um útgáfu Menntamála síðastl. ár, liafa nú lát-
ið af því starfi, — en þeir höfðu báðir óskað þess ein-
dregið.
Á fundi Sambandsstjórnar, þann 10. jan. síðasl., voru
þau kjörin í útgáfustjórn Menntamála: Sigurður Thor-
lacius, formaður, Guðjón Guðjónsson og Sigríður Magn-
úsdóttir.
Sigurður Thorlacius var ráðinn ritstjóri og áhyrgðar-
maður ritsins, en Sigríður Magnúsdóttir til að gegna af-
greiðslu- og innlieimtustörfum.
Mér er ljúft og skylt að þakka þessum góðu félög-
um, þeim Gunnari og Pálma, fyrir mikið og ágætlega
unnið starf á síðastl. ári, í þágu Sambandsins, og það
þvi fremur, sem enga þóknun liefir verið hægt að greiða
fyrir ritstjórnar-, innheimtu- og afgreiðslustörf.
Er Sambandið keypti Menntamál og tók að sér út-
gáfu þeirra, var merkilegu marki náð.
Þá þegar mun öllum þorra stéttarinnar liafa verið
fullljóst, að með því að gefa út málgagn, helgað upp-
eldis- og stéttarmálum, liafði stétlin haslað sér völl á
opinberum vettvangi, þar sem liún gat ótrauð barizt
hinni góðu barátlu, til sigurs fyrir aulcinni menningu
og menntun stéttarinnar, bættum vinnuslcilyrðum við
kennslu, hagnýtara og betra þjóðaruppeldi, og réttar
og hagsmuna viðurkenningu stéttarinnar.