Menntamál - 01.03.1936, Side 67
menntamál g5
endurbóta á fræðslulögunum. Lýlur það að barnaskólunum, mið-
skólunum (Mellemskolen) og sveitaskólunum.
Til þess að safna þeim nemendum saman í þrjá efstu bekki
barnaskólans, sem annars yfirgefa hann og fara í „miðskólann“,
gerir frumvarpið ráð fyrir:
1. að bæta við heiti hans lýsingarorðinu „praktisk“, til þess
að auka aðsóknina.
2. að bæta 8. bekknum við, til þess að hann starfi jafnlengi
og „miðskólinn", og til þess jafnframt að búa til stöður fyrir
atvinnulausa kennara.
3. að ætla mikið rúm fyrir kennslu í handavinnu og íþrótt-
um og bæta við kennslu í menningarsögu, tilraunaeðlisfræði,
þýzku og ensku.
Breytingin á lögunum um sveitaskólana beinist fyrst og fremst
að skólabyggingum, sem eru ófullnæjandi. Þá er einnig gert ráð
fyrir skólaskyldu allt árið, en ekki aðeins að vetrinum, þvi að
börn, sem yfirgefa skólann hálft árið, verða að byrja að nýju
til, á hverju hausti, og í öðru lagi ráðast börnin, sem eiga frí
að sumrinu, til vinnu hjá bændum og keppa þannig við verka-
menn landbúnaðarins, sem svo flykkjast til kaupstaðanna. Loks
er gert ráð fyrir, að bæta við námi í náttúrusögu, heilsufræði
og tveimur erlendum málum.
(Folkeskolen, 5. og 12. des. 1935).
ENGLAND.
Framlenging skólaskyldunnar. — Svo árum skiptir, hefir enska
kennarasambandið barizt fyrir framlengingu skólaskyldunnar til
15 ára aldurs. í lok ársins sem leið, lagði kennslumálaráðherr-
ann, Mr. Oliver Stanley, fyrir stjórnina frumvarp til laga, sem
gerir ráð fyrir hækkun skólaskyldunnar upp i 15 ára aldur með
undantekningum fyrir börn: a) sem fá arðbæra atvinnu, og b)
þar sem ástæður fjölskyldunnar eru sérstæðar. Kennarasamband-
ið hefir mótmælt undantekningunum á þeim grundvelli, að þær
hefðu erfiðleika og ranglæti i för með sér.
14. jan. þ. á. fóru fulltrúar frá „Nefnd fjallandi um framleng-
ingu skólaskyldunnar“, á fund kennslumálaráðherrans. Þessir
fulltrúar fóru þess fyrst á leit, að undantekningarnar yrðu ákveðn-
ar af fræðslumálastjórninni, en ekki heima i héruðum. í öðru
lagi benda þeir ráðherranum á, að bygging nýrra skólahúsa og
ráðning nýrra kennara, hljóti að valda yfirvöldum héraðanna
miklum erfiðleikum, þegar þau geta ekki vitað nákvæmlega fyrir-
fram, hve mörg börn verða skólaskyld samkvæmt hinum nýju
lögum. (The Schoolmaster, 27. des. og 3. jan. 1935).
5