Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 24

Menntamál - 01.03.1936, Page 24
22 MENNTAMÁL sem nauðsyulegt þykir að nota mikið. Ilinar, sem sjaldn- ar þarf að nota, eru geymdar í safninu, og fá skólarnir þær þaðan þegar þeir óska. Eg geri ráð fyrir, að fáuni blandist hugur ura, að hér sé um stórinerkilegt kennsluáhald að ræða. Hinu er meiri vandi að svara, hvernig kleift mætti verða að hagnýta það hér úti á íslandi i fámenninu og strjálbýlinu. Þó hygg ég, að það mætti vel takast. Fyrst er þess að gæta, að sýningarvélarnar eru ekki ægilega dýrar. Sæmilega vél, til að nota í venjulegri kennslustofu, má fá fyrir 400—500 krónur. Miklu betri vélar, sem nota mætti i stórum sal, má fá fyrir 700—800 krónur. Það er svipað verð og á vönduðum skuggamynda- vélum. Dýrari vélar og enn vandaðri, sem kosta 1000— 2000 krónur, eru þannig gerðar, að tengja má við þær hljóð- eða laltæki. Þá eru fihnurnar. Þó að mjófilman sé tiltölulega ódýr, kostar stórt safn af kennslufilmum mikið fé. Og slíku safni yrði ekki kleift að koma upp á skömmum tíma. En á meðan það er ekki til í landinu væri hægt að bjarga sér á annan hátt. Það vill svo vel til, að filmtökuvélar eru ekki mjög dýrar, og ekki meiri vandi með þær að fara en svo, að góður ljósmyndari getur hæglega tekið sæmilega góðar kvikmyndir með þeim. Ef hægt væri nú að koma upp lítilsliáttar safni kvikmynda af íslenzku dýralífi, náttúrufegurð, atvinnuliáttum og þess háttar, væri leikur að koina í kring skiptum á þeim fyrir út- lendar filmur. Átti eg tal um þetta atriði við ráðunaut kennslumálastjórnarinnar i Kaupmannaliöfn í Iiaust, þann, sem einmitt hefir umsjá með filmusafni fyrir skóla borgarinnar, og taldi liann alveg efalaust, að slík skipti gætu tekizt mjög greiðlega. Það væri ákaflega æskilegt að ekki þyrfti að bíða eft- ir því í mörg ár, að þetta ómetanlega kennslulæki, film- an, verði tekin til notkunar í íslenzkum skólum. Þó að

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.