Menntamál - 01.03.1936, Side 27
MENNTAMÁL
25
ingja hvers manns kemur innan frá, frá honum sjálf-
um, þó að ytri áhrif og störf geti vakið hamingjuna til
lífsins1).
Eg vil nú snúa máli mínu að aðalefni þessarar grein-
ar, og tek eg þá upp þráðinn þar sem hann slitnaði,
sbr. bls. 109—110, Menntamál 8. árg.
IV. Eftirlíkingar barna.
Eftirlíkingar barna eru oft mjög markvissar. Lítil
börn veita öllu nýju og óvenjulegu nokkra eftirtekt;
það sem snertir þau helzt, hefir á þau djúp áhrif og
oft all-langvarandi. Þess vegna er það mjög þýðingar-
mikið, að ungbörn lifi í fegurð og samsvörun fyrstu
árin, meðan skynjun þeirra er að skýrasl og skilning-
urinn að mótast.
Algengastar eftirlíkingar barna á 1. til 3. ári eru þess-
ar, segir Watson, og honum her að mestu saman við
Neill og Homer Lane, sem báðir liafa atliugað þessi
fyrirbrigði (sbr. fyrri hluta þessarar greinar): Barn-
ið líkir eftir sterkum blæbrigðum, sem fyrir það bera,
svo sem skerandi og einkennilegum liljóðum, sterkum
litbrigðum, sérkennilegum töktum manna, sem það um-
gengst, og öðru sliku (sbr. einnig bók Barbara Low.
„The unconscious in action“, London 1928). í þessu
sambandi mætti máske nefna hugmyndir manna um
umskiptinga. Ef til vill er hér skýringin á því, sem
íslendingar hafa á umliðnum öldum nefnt umskipti
á börnum. Því að eftirlíking barna, á vissum aldri,
getur orðið svo sterk, að barnið hverfi i bili yfir í per-
sónuleik þess, sem það líkir eftir, án þess að um nokkra
eftirhermu sé að ræða. Því að slíkt getur hent jafn-
vel fullorðna, sem lierma mjög mikið eftir vissum
mönnum.
1) Sbr. L. P. Jacks: Education through Recreation, hls. 33—46.