Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 6

Menntamál - 01.03.1936, Page 6
4 MENNTAMÁL En mannsbörnin hengja höfuð sín þreytt nið’r á hóstandi bringur — og skilja ekki neitt. Hver forneskjurún verður illyrmi eitt, sem etur upp lijörtun í leyni. Hver sál verður tunna, sem troðið er í, — en tómhljóðið bylur við jafnt fyrir því, er þulurnar glymja um borg og bý, eins og bergmál frá vörum úr steini. Hér er veröldin flatneskja, uppdráttur einn, — hin ilmandi vaxtarblóm skynjar ei neinn. Hér forðar sér tindátinn, frelsaður, hreinn, frá freistingum hugsjónastríðsins. — Þar sem vitið er grafið í erfðanna aur, þar sem óskin er krossfest á venjunnar staur, getur saur orðið hvítur, já, heilagur saur, ef hann hentar sem friðþæging lýðsins. Og námspáfinn gaukana gælir við: Sjá, guð hefir skrifað! Ó, trúið þið! Og mannsbörnin trúa á töfra og grið, unz tötrarnir fara þeim betur. — Þegar svanurinn flýgur og sólskinið hlær og sumarsins hjarta í loftinu slær og heiðblærinn þýtur og grasið grær, þau glíma við ellinnar letur. Hinn formsjúki skóli, sem skriftina kann, og skrifar í sandinn hvern lifandi mann, sem fórnarlamb orðsins — nær hrynur hann? Nær hendum vér líkunum rotnum? Nær fara þær, sálirnar sviknu, á kreik, með sigrandi loga á mannvitsins kveik? Nær standa þær frjálsar að lífsins leik, yfir lögmálstöflunum brotnum?

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.