Menntamál - 01.03.1936, Qupperneq 74
72
MENNTAMÁL
ið þekktir hér áður. Inngangurinn að bókinni er að mestu
leyti leiðbeiningar fyrir leiðtogana, skrifaður af glöggum skiln-
ingi og þekkingu á málefninu. Geta þvi bæði kennarar, æskulýðs-
leiðtogar og greindir foreldrar, sem hafa huga á því að fylgjast
með börnum sinum í þeirra lifsstarfi, mikið af bókinni lært, og
ætti hún þvi að vera þeim öllum kærkomin handbók.
Lárus J. Rist.
Pedagogiskt Forum. Útgef. Gustav Ekberg og Axel Hag-
nell. Gautaborg 1936.
Þetta er stórt og glæsilegt rit, nál. 300 bls. að stærð,, og fjall-
ar um skólamál Norðurlanda. Er þar fjöldi stuttra ritgerða um
námsgreinar skólanna, íþróttir, útilíf .skólavinna allskonar o. fl.
Aðalsteinn Sigmundsson birtir þar ritgerð, er heitir: „Islandsk
slöjd“. Fjallar greinin um tréskurð, sem Aðalsteinn hefir undan-
farna vetur lagt stund á með nemendiun sinum, 11—13 ára drengj-
um. Greininni fylgja nokkrar myndir af munum eftir drengina.
Árni Friðriksson: Dýramyndir handa skólum. I. Hrygg-
dýr. Útg. ísafoldarprentsmiðja h/f. Reykjavík 1935.
Bók þessi er með 302 myndum, á 107 bls. Myndir þessar eru
af öllum hryggdýraflokkunum. Hverri mynd fylgir stutt skýring,
aðallega um stærð dýrsins og heimkynni. Tel eg það kost, að
skýringarnar eru hjá myndunum, en ekki sér, eins og oft er í
útlendum myndabókum. Frágangur bókarinnar er góður og
smekklegur.
Hér á landi hefir ekki verið völ á öðrum dýramyndum við
kennslu en útlendum. Allar slíkar myndir vantar skiljanlega allt,
sem er sérkennilegt í íslenzku dýralifi, en auðvitað ber fyrst
og fremst að fræða nemendur um dýr sins lands. Ilöf. „Dýra-
mynda“ hefir lagt áherzlu á að sýna sem allra flest af islenzk-
um hryggdýrum, og er það einn stór kostur bókarinnar.
Þar sem myndirnar eru eðlilega litlar, er ekki hægt að sýna
þær á sama hátt og stórar veggmyndir, og væri auðvitað æski-
legast, að hver nemandi hefði sina bók, hvort sem hann hlust-
ar á kennarann eða vinnur sjálfstætt, t. d. i sambandi við vinnu-
bækur. En víða munu erfiðleikar á þvi, að nemendur eignist
bækur þær, sem þeim eru nauðsynlegar; þess vegna þyrftu skól-
arnir að eiga nokkur eintök bókarinnar, sem nemendurnir fengju
til afnota i kennslustundum.
Myndir eru jafn nauðsynlegar við nám í náttúrufræði eins og