Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 73

Menntamál - 01.03.1936, Side 73
MENNTAMÁL 71 Um báðar þessar bækur má fullyrða, að þær geta orð- ið kennurum til mikils gagns i kennslustarfinu. Yinnu- bækur hafa lítið verið notaðar til aðstoðar við kennslu fyrr en á siðustu árum, og i kennaraskólanum hefir ekki verið kennt að nota þær að ráði, fyrr en í fyrravetur. Kennarar liafa þvi fæstir átt kost á því að kynnast þvi, hve hin svonefnda „vinnubókakennsla“ getur orðið væn- leg til góðs árangurs i skólastarfinu. Leiðbeiningarnar um vinnubókagerð gefa kennurum góða hugmynd um það, hvernig hægt er að láta börnin starfa að „vinnu- bókum“. Bókin er samin í samræmi við reynslu hér- lendra og erlendra kennara á þessu sviði. Um skrift íslenzkra skólabarna yfirleitt er því miður ekki hægt að segja annað, en að hún sé óásjáleg og víða slæm. 1 bókinni „Skrift og skriftarkennsla“ er skýrt frá þvi, hvernig vísindalegar rannsóknir og reynsla æfðra skriftarkennara geta stuðlað að því að fegra skrift skóla- barna og temja þeim læsilega rithönd. 1 báðum þessum bókum er mikið af myndum til skýr- inga. H. El. IHUIR. Aðalsteinn Hallsson: Leikir fyrir heimili og skóla. Eg hefi liti'ð séð þessarar bókar getið, eða orðið liennar var, þó hún sé frá árinu 1934. Er þelta safn leikja á göngu, kapp- leikja og leikja með lítinn og stóran knött. Eins og nafnið bend- ir til, er hún sérstaklega ætluð skólakennurum i fimleikum og þeim æskulýðsleiðtogum, sem hafa vit og vilja á þvi, að verða leiknir í öllu, er lýtur að því að ná tökurn á hinni uppvaxandi kynslóð og beina henni inn á réttar brautir. Bætir hólc A. II. mjög úr sárri þörf i þessum efnum, þvi að það, sem til er á voru máli i þessum fræðum, er mjög á við og dreif og þvi óhand- hægt, enda er i bókinni fjöldi ágætra leikja, sem ekki liafa ver-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.