Menntamál - 01.03.1936, Qupperneq 56
54
MENNTAMÁL
Nemendur Chatzkys voru af allt öðru sauðahúsi en
nemendur hinna skólanna tveggja. Þeir voru ekki vand-
ræðabörn i venjulegri merkingu, en flestir vanhirtir um-
renningar úr fátækrahverfum Moskwa. Fyrstu árin 1906
—1911 starfaði skóli Chatzkys sem sumarhæli rétt fyrir
utan horgina, en 1911 fluttist hann lengra í hurtu og
starfaði upp frá því allt árið. í hinum nýju heimkynn-
um fengu börnin stóra höll til umráða, en Chatzky sjálf-
ur bjó ásamt bróður sínum í litlum kofa rétt hjá. Böm-
in áttu nú að bjarga sér sjálf að öllu leyti. Þau urðu að
gera innkaup á lífsnauðsynjum sinum i næsta þorpi, að
búa út matinn, að skipa félagsmálum sínum og ráða
fram úr hverjum vanda, sem að liöndum bar. Svo sem
vænta mátti skorti börnin gersamlega úrræði og for-
ystu til að skipuleggja félagslíf sitt og skipta verkum.
Fyrstu dagana var því allt á tvístringi og vandræðin fóru
vaxaudi því lengur sem leið. Chatzky lét eigi að síður
allt afskiptalaust. Hann svaraði fyrirspurnum og gaf ráð
þegar þess var óskað, án þess að liirða um, hvort eftir
þeim væri farið. En að sama skapi sem úrræðaleysi
hinna villtu götubarna fór vaxandi, þá hvarf tortryggni
þeirra til hinna fullorðnu, og svo fór að lokum, að mik-
ill meiri hluti þeirra leitaði á náðir Chatzkys og báðu
hann hjálpar. Chatzky setti hreinlæti og reglusemi sem
skilyrði fyrir aðstoð sinni. Og brátt ríkti meðal þessara
litlu munaðarleysingja og flækinga meiri reglusemi og
agi en trúlegt mætti þykja og langt fram yfir það, sem
hugsanlegt liefði verið að koma á með valdboði hinna
fullorðnu.
Ungfrú N. Kiritchko, sem vann við skóla Chatzkys,
lýsir honum á eftirfarandi hátt:
„Þungamiðjan í starfsreglum skólans er sú, að börn-
unum sjálfum er falið að halda aga og stjórn. Reglu-
semin í skólanum er á þeirra valdi, og þau talca námið
alvarlega vegna þess, að þau hafa mikinn áhuga fyrir