Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 69

Menntamál - 01.03.1936, Side 69
MENNTAMÁL 67 skólastjóra vill lögskipa hin fyrrnefndu. 1 sumum héruðum, svo sem Oslo og Hamar, hafa verið stofnuð framhaldsnámskeið, þar sem saman fer kennsla í almennum greinum og sérgreinum. Á sumum stöðum öðrum eru aðeins kenndar bóklegar greinar á námskeiðum þessum, en verklega kennslan fer þá fram í handa- vinnuskólunum. (Norsk skoleblad, 2. nóv. 1935). Kennararnir og berklaveikin. — Ný reglugerð skiptir berkla- veikum kennurum í tvo flokka: Smitandi og ekki-smitandi. Hinir síðarnefndu eru undir reglulegu og ókeypis lækniseftirliti, og halda áfram störfum, ef þeir eru færir um það. Hinir smitandi fá þegar í stað leyfi frá störfum í eitt eða tvö ár, fá ókeypis hjúkrun og greidd full laun. Jafnskjótt og þeim batnar, hverfa þeir að fyrri stöðu sinni aftur. PÓLLAND. Ársþing barnakennara. — Ársþing pólskra barnakennara, sem kom saman í Varsjá 6. janúar 1936, hafði til umræðu hið alvar- lega ástand kennslumálanna í Póllandi. Orsakir þessa ástands eru fjárhagskreppan og afleiðingar hennar, svo sem fækkun í liði kennaranna, ófullnægjandi skólabyggingar annars vegar og hinsvegar fjölgun fólksins í landinu. Árið 1929 voru 262.000 börn, sem ekki gátu fengið skólavist, 1932 voru þau 375.000 og 1935 1.500.000. Tala barna á kennara er yfir 100! Samin var áætlun um framkvæmdir, þar sem gert var ráð fyrir að koma sveitakennslunni i sama horf og kennslu i kaup- stöðum. Gerð var krafa um eftirfarandi atriði: Að tryggð sé ókeypis kennsla handa öllum börnum; að fátækum börnum sé veitt fé- lagsleg vernd; að framhaldsnámskeið fyrir æskulýðinn til 18 ára aldurs sé komið á fót allsstaðar, og loks að ríki og sveitarfélög- um sé gert að skyldu, að byggja ný skólahús. (Glos hauczycielski, no. 18, 9. jan. 1936). TYRKLAND. Útdráttur úr opinberum skýrslum um framfarir í skólamál- um Tyrklands: 1923 1933 Barnaskólar _ _ 4894 6733 Unglingaskólar 72 109 Kennaraskólar — 18 20 5*

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.