Menntamál - 01.03.1936, Page 4
2
MENNTAMÁI.
Gunnar M. Magnúss. Pálmi Jósefsson.
Það skal því eigi dregið hér í efa, að kennarar munu
hver og einn greiða götu Menntamála, og rækja af al-
úð skyldur sinar við þau. Með því eru þeir að rækja
skyldur sínar við sjálfa sig, stétt sína og þau málefni,
er kennarastéttin, menningarlega séð, er ábyrg fyrir.
Að lokum skal hér aðeins minnt á þá lagabreytingu,
er fulltrúaþing Sambandsins gerði siðastl. vor, varðandi
útgáfu Menntamála. Fulltrúunum virtist breyting þessi
um sameiginlega greiðslu til Sambandsins (árgjald til
S.f.B. og áskriftagjald fyrir Menntamál) að miklum mun
hagkvæmari i framkvæmd, en að þessar greiðslur væru
sundurgreindar, og átti breytingin að fagna einróma
fylgi fulltrúanna.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að lagabreyting
þessi lcom fyrst til framkvæmda frá 1. jan. 1936.
F. stjórn Sambands ísl. barnakennara.
Arngr. Kristjánsson.