Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 15

Menntamál - 01.03.1936, Page 15
MENNTAMÁL 13 illa hitaðar, þröngar stofur, er þar hlítt yfir, fá litið að sjá og enn þá minna að vinna af því, sem þau langar til og hefðu bæði gagn og gaman af, því skólinn á eng- in tæki og enga möguleika til þess að verða þeim að liði, sem þau þyrftu. Og rikið launar kennaranum helm- ingi ver en bæja- og þorpakennaranum og gerir minni kröfur til hans og farskólinn er á allan hátt hafður út- undan. Þetta er nú í fáum dráttum þau skilyrði, sem sveitahörnin hafa. við að húa á liinni nýju öld, svona yf- irleitt. Sumstaðar er það miklu betra, t. d. þar sem komnir eru heimavistarskólar, eða þar sem föst skóla- setur hafa verið byggð, en yfirleitt er farskólinn enn drottnandi i sveitunum. — Hér blasa einnig við ný við- horf. Sveitirnar eru ekki nú orðnar það, sem þær áð- ur voru. Heimilin geta nú ekki eins vel og áður lagt undirstöðuna, þó til séu auðvitað fjölmargar undan- tekningar. Farskólinn er þeim þvi allsendis ónógur. Og þá blasir við hin eina verulega úrlausn þessara mála fyrir strjálbýlið, en það er að stofna heimavistarskóla, reisa ný menningarheimili handa börnum á vissu aldurs- skeiði, búa heimilið vel að lcennslukröftum og kennslu- tækjum og veita nýjum straum tækni og þekkingar á nýjum kennsluháttum inn í skólalifið. Og þá hefðu sveitabörnin beztu þroska- og menningarskilyrðin af öllum landsins börnum. Og mesta gleði okkar, gömlu sveitabarnanna, er að sjá það og skilja, að þessi tími er skammt undan. Ýmsar sveitir hafa þegar riðið á vaðið og heppnast vel, þó margt standi til bóta, og hin- ar munu koma á eftir, smátt og smátt. Og þá er ekki siður hins að vænta, að þjóðin vitkist svo á næstunni, að hún spari við sig svo sem eina milljón af sex, er hún eyðir í áfengi og tóbak, og leggi hana til þess að manna börnin sín og tryggi þá jafnframt með því sína eigin framtíð. Snorri Sigfússon.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.