Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 5

Menntamál - 01.03.1936, Side 5
menntamAl 3 Jóhannes úr Kötlum: Hinn skriftlœrði skoii Hér er hugsjónin eldgömul, heilög bók, þar sem hégóminn loðir við strik og krók, og drottinn sem gaf og drottinn sem tók i dauðaþögn bókstafsins sefur. — Hér er ekkert frjálsræði, engin völ, — aðeins eilífðargrámollan, þung og svöt, þar sem óskeikull námspáfi maur eða möl upp úr mygluskóf aldanna grefur. Hann bendir á heiðgulnað kálfskinnskver: Þetta er kenningin rétta, sem stendur hér. Af guði hún mönnunum gefin er, og guðsbarnið eitt hana skilur. — Og æfður í trúhrokans andakt hann rís, þessi erfingi að Helvíti og Paradís, og lagar í hendi lögmálsins hrís, um leið og hann bæn sína þylur. Og æskan á bekkjunum húkir hljóð, — þetta hundsaða efni í lifandi þjóð, — með starandi augu og staðnað blóð og stautar í andvana skræðum. — Sjá, sáluhjálp mannsins er bundin við b, og blessun guðs almáttugs veltur á c, og styrkleiki sannleikans styðst við d, ef það stendur í himneskum fræðum!

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.