Menntamál - 01.03.1936, Side 64
62
menntamAí.
Nú verða slíkir kennarar að minnsta kosti að hafa lok-
ið því námi og prófi í uppeldis- og kennslufræði, sem
áður greinir.
Samkvæmt 2. gr. er aðalbreytingin þessi: Kennarar
við einkaskóla, sem aðallega eru nú smábarnaskólar,
verða að hafa sömu menntun og próf og kennarar við
rikisskóla. Um undanþáguheimildina má segja það, að
þótt húast megi við, eftir reynslu undanfarinna ára, að
skólanefndir vilji veita umsækjendum kennsluleyfi, þótt
ekki hafi þeir kennaramenntun, þá er slikt þó háð sam-
þykki skólastjóra fræðsluhéraðsins, auk þess, sem
fræðslumálastjórnin er sjálfráð um, hvort hún veitir
undanþágu, þótt tilskilin meðmæli liggi fyrir. En skóla-
stjórunum verður að treysta til þess, að virða svo mik-
ils sérmenntunina, að þeir, sem án hennar eru, geti
ekki orðið keppinautar hinna, og við því eiga skóla-
stjórar að geta séð.
Með 3. gr. er betur tryggt nú en áður, að menn með
kennaramenntun fáist i þær stöður, sem lítt eru eftir-
sóttar. Þá eru ákvæðin, i sömu grein, um skyldur for-
sjármanna einkaskóla, til þess ætluð, að tryggja fram-
kvæmd laganna.
Sigurvin Einarsson.
Foreldrafélag stofnað á Stokkseyri. Skólastjórinn á Stokks-
eyri, Hlöðver Sigurðsson, hefir beitt sér fyrir stofnun foreldra-
félags þar á staðnum. Tilgangur félagsins er margþættur, meðal
annars: að auka samvinnu milli foreldra og kennara, að vinna
að endurbótum á húsnæði og annari aðbúð barnaskólans, svo
og að koma upp góðum leikvelli, að efla þekkingu félagsmanna
á uppeldismálum, að fylgjast með og styðja tillögur til endur-
bóta á fræðslulöggjöf og fræðsluháttum.
Hér er um stórmerkt mál að ræða.