Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 55

Menntamál - 01.03.1936, Side 55
MENNTAMÁI. 53 til aðstoðar. Hún hafði bjargfasta trú á verkefni sínu, enda þurfti mikils við til að sigrast á erfiðleikunum. Einkum var fyrsti liálfui mánuðurinn fram úr öllu hófi erfiður. Nemendurnir liöfðu áður búið við strangan aga og stöðuga gæzlu og sumir taldir óviðráðanlegir sakir geðofsa, sviksemi og stelvísi. Nú fengu þessir aumingjar svo fullkomið sjálfræði í öllum greinum, sem framast var unnt. Þarf því engan að undra, þótt róstusamt gerð- ist í félagslífi þeirra fyrstu dagana. En smátt og smátt lærðu þeir að heygja sig fyrir nauðsyn hins daglega lífs. „Sérhver liefir sitt hlutverk að vinna og rækir það vel og stundvíslega“, segir ungfrú Francia. „Sumir þvo, sumir vinna eldhússtörfin, aðrir búa um rúmin, taka upp garðávexti og grænmeti, eða fara í sendiferðir á pósthúsið. Enn aðrir gæta yngstu barnanna og loks eru sumir að afrita húreikninga mina. Og öllum þössum störfum gegndu unglingar, sem að gáfnafari líktust 5—6 ára barni. Þér spyrjið mig, livaða ráðum ég hafi beitt? Engri þvingun, engum refsingum, engum reglum. Frá upp- hafi lét ég nemendur mína búa við frelsi og ábyrgð á gerðum sinum“. Ungfrú Francía talaði fátt. Hún starfaði þvi meira. Hún áleit ekki prédikanir réttu leiðina til að móta sið- gæðislíf barnanna. Þvert á móti var liún sannfærð um, að hin siðferðilega íliugun yrði að spretta upp af reynslu athafnanna svo fremi að hún eigi að hafa nokkurt gildi. Ungfrú Francia dregur loks þær álylctanir af tilraunum sínum, að siðgæðisuppeldi heri livorki að byggja á þving- un né þekkingunni einni saman og heldur ekki á ytri eftirlikingu. Aðalviðfangsefnið telur hún fólgið í því að þroska persónuleika livers einstaklings á þann liátt að sveigja liinar duldu hneigðir sálarlífsins í réttar áttir, og með því að beina vaxtar- og atliafnaorkunni að nyt- sömum viðfangsefnum og markmiðum.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.