Menntamál - 01.03.1936, Qupperneq 33
MENNTAMÁL
31
„Teikningin laðar fram allt það bezta og heilbrigð-
asta hjá barninu, og verndar það frá ófögrum hugsun-
um, orðum og gerðum. Frjáls teikning hefir mér reynzt
barninu betri kennari og uppalandi en eg eða nokk-
ur samkennari minn eða noklcurt foreldri, sem eg hefi
þekkt hér i Vínarborg,“ segir hinn viðfrægi Vinar-pró-
fessor Franz Cizek, í viðtali við Mr. Gater, fræðslumála-
stjóra, London Education County Council (Gater: On
Education).
Hjá mörgum ungum börnum kemur teikningin oft i
stað orða og athafna. Þess eru mörg dæmi, að eins og
tveggja ára börn, hafi notað strik og teikningar sínar
til þess að skýra það, sem þeim lá á lijarta. Barnið krot-
ar strilc eða hringi eða aðrar myndir, og bendir svo á
pabba eða mömmu, eða seg'ir: „Pabba“, „Mamma“, og
þetta á að tákna: „Þetta er pabbi,“ eða „þetta er
mamma.“ Og það, að barnið gat tjáð sig á þennan liátt,
gleður það ósegjanlega mikið og hvetur það til að ná
nýju og meira valdi yfir máli sínu og athöfnum.1) Þess
eru enn mörg dæini, að börn hafi bætt sér vöntun og
missi með því að teikna.
Miss Margeret McMillan, London, sagði mér frá litl-
um dreng á þriðja ári, á smábarnaheimilinu sinu í East-
End í London, sem vanur var við að vera fluttur kvölds
og morgna í strætisvagni til og frá barnaheimilinu.
Honum þótti svo vænt um þessa stóru bíla, að hann mátti
ekki án þeirra vera. En svo fluttu foreldrar drengsins
í sömu götu og barnaheimilið var, og þá var hann lát-
inn ganga til heimilisins, en fékk eklci að fara í bílum.
Margeret McMillan tók eftir því, að drengurinn varð
ókátur. Hann missti matarlyst, varð uppstökkur, og hann,
sem áður hafði verið fyrstur sinna jafnaldra í öllum
1) Sbr. Arbetssattet i Folksliolan-Handböcker. IV. Teckning,
Valskrivning, Sáng. Stockholm 1926.