Menntamál - 01.03.1936, Side 59
MENNTAMÁL
57
Hilla eftir 12 ára dreng.
gáfu og vekja listhneigð. — Loks er tréskurður meðal
þeirra viðfangsefna, sem auðveldast er að vekja áhuga
drengja á og fá þá til að leggja sig alla fram við. Drengj-
um þykir undantekningarlitið gaman að skera i tré og
sækjast eftir að gera það. Þar fá þeir tækifæri til að búa
til bæði fagra hluti og nothæfa. —
Enn má nefna það sem kost á tréskurði sem skólavinnu,
að til hans þarf litið af áhöldum og má kenna liann í
venjulegri kennslustofu.
Þegar gætt er allra þessara kosta, sem tréskurður hef-
ir sem íslenzk skólavinna, má það furða kallast, hve lítið
er að því gert, að skera í tré í skóluin vorum. En auð-
vitað hefir það sínar skiljanlegu orsakir. Munu þær eink-
um vera þrjár: 1. Lítið eða ekkert hefir verið að því
gert, að vekja athygli kennara á þvi, hve ágæta og ís-
lenzka skólavinnu vér eigum, þar sem tréskurðurinn er.
2. Kennara skortir kunnáttu til þess að geta leiðbeint í
þessari grein. Er þó sízt örðugra, að gerast fær um að
kenna alþýðlegan tréskurð en aðrar greinar handavinnu.
3. Algerður skortur hefir verið á íslenzkum tréslcurðar-
uppdráttum og fyrirmyndum fyrir þá skóla, sem ekki
eiga aðgang að Þjóðmenjasafninu til að sækja þangað
fyrirmyndir.
Eg hefi kennt smíði og tréskurð í bekk minum í Aust-
urbæjarskólanum nærri þrjá vetur og hefi því nokkra
reynslu í þessari grein skólavinnu. Hefi ég leyft drengj-