Menntamál - 01.03.1936, Blaðsíða 53
MENNTAMÁL
51
liægt er að gera siðaboð að innri sainvizkuboðum
hvers einstaklings.
Sannanir fyrir staðreyndum þeim, sem að ofan greinir,
liljóta að hafa hin djúptækustu áhrif á alla uppeldishætti
og á skólastarfsemina sérstaklega.
Á hinn bóginn er vandinn engan veginn leystur með
þessari vitneskju. f fyrsta lagi eru rannsóknirnar á byrj-
unarstigi, og því fjölda mörgum spurningum um fé-
lagslíf og félagsþroslca harna ósvarað. En auk þess er
ekki fullnægjandi að þekkja hin almennu lögmál, sem
siðferðis- og vitsmunalíf barnanna þróast eftir. Þekking-
in á þessum efnum er ómetanlegur leiðarvísir til þess
að beina tilraunum i ákveðnar áttir, en reynslan ein get-
ur úr því skorið, hvaða aðferðir skapa börnunum fulf-
komnust skilyrði til þroska á hverjum stað og tima. En
sú reynsla fæst vissulega ekki með þvi að láta tilviljun
og gamlar venjur ráða framkvæmdum.
Nú skal vikið að nokkrum tilraunum með sjáKstjórn
skólabarna.1)
Fyrst verður sagt frá tilraunum þriggja merkra barna-
vina, sem allir byrjuðu af ásettu ráði tilraunastarf með
fullkomnu stjórnleysi, i þeim tilgangi að kenna börnun-
um að meta gildi aga og reglusemi. Þessir uppeldisfröm-
uðir eru Langermann í Þýzkalandi, ungfrú Francia á ít-
alíu og Chatzky á Rússlandi.
Jóhannes Langermann gerði tilraun sína með van-
þroska börn árin 1902 til 1906. Skóli hans var i Zehlen-
dorf skammt frá Berlín. í skólanum voru 40 nemendur
af báðum kynjum, á aldrinum 8—13 ára. Nokkur hluti
barnanna voru tornæm, en hin fábjánar. Fyrstu dagana
ríkti fullkomið stjórnleysi i skólanum. Langermann beið
þolinmóður átekta og lét sér nægja að koma i veg fyrir
1) ASalheimild hinnar sögul. frásagnar er hér fer á eftir er:
Adolfe Ferriére, L’Autonomie des Écoliers.
4*