Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 76

Menntamál - 01.03.1936, Side 76
74 MENNTAMÁL fræðileg framhaldsmenntun kennara verði helzt bætt með því að setja á stofn sérstaka skóla eða einstaka bekki fyrir tilraunastarfsemi. b) Yfirstandandi þing A. B. K. leggur til, að kennurum sé veitt leyfi frá starfi með fullum launum, er þeir hafa unnið nokk- ur ár„ til þess að auka faglega þekkingu sína, annað hvort með eigin rannsóknum, eða með því að kynna sér starf skóla, heima og erlendis. c) Þingið óskar þess, að skrifstofan athugi möguleika fyrir því, að koma á fót, undir umsjón „Alþjóðastofnunar menningar- legrar samvinnu“, alþjóðaháskóla fyrir menningarlega kynn- ingu, þar sem hinir færustu vísindamenn, heimsþekingar, listamenn, rithöfundar og prófessorar, héldu fyrirlestra hver í sinni fræðigrein, um það leyti árs, sem leyfi eru i skólum. Skyldu þeir skýra áheyrendum, sem einkum voru uppeldis- fræðingar, frá, hve langt væri komið rannsóknum i þeirra greinum, eða frá niðurstöðum eigin rannsókna. d) Þing A. B. K. íhugar möguleika fyrir því, að komið verði á fót (ef nauðsynlegt er, í samvinnu við önnur félög) alþjóða- stofnun fyrir uppeldisfræði, og yrði hennar fyrsta verk að gefa út: I. Ársrit, nefnt „Les Annales de la Pédagogie“ (Annáll upp- eldismála), sem gefur yfirlit um útgáfu allra uppeldisfræði- rita. Nafni hvers rits skal fylgja útdráttur úr innihaldi þess. II. Mánaðarrit, nefnt „Les Annales de l’Enseignement“ (Kennslufræðiannáll), sem gefur mánaðarlega lýsingu á skólastarfi kennara viðsvegar um heim. Allt samþykkt með samhljóða atkvæðum. Sökum rúmleysis verður eigi greint frá fleiru, að þessu sinni, er gerðist á þessari merku samkomu. (Tekið eftir Bulletin Trimestriel de la Féderation Internation- ale des Associations D’Instituteurs, No. 24, jan. 1935). Hver einasti kennari ætli að útvega a. m. k. einn nýjan áskrif- anda að Menntamálum. 13—15 arkir á ári kosta aðeins 5 krónur. Margvíslegan fróðleik flytja auglýsingar blaðsins um: lindar- penna, blek, bækur, allskonar kennslutæki, líftryggingar, trygg- ingar gegn okri, ilmvötn, regnföt, fataefni, prentun, happdrætti, viðtæki og þvottaduft. — Látið þá sitja fyrir viðskiptum, sem auglýsa í Menntamálum!

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.