Menntamál - 01.03.1936, Síða 49
MENNTAMÁL
47
til að byggja upp barnaskólana í landinu, og byrja þá
þar, sem nú er mest þörfin, en það er i sveitunum.
4. atriði. Um þetta atriði, námstjórana, voru nefnd-
irnar ekki sérstaklega spurðar. En í alm. athugasemd-
um við frv. hafa sumar þeirra látið í ljós þá skoðun,
að það fé, sem færi til námstjóranna, myndi betur not-
að á annan hátt þessum málum til framdráttar og heilla.
Þær hafa þó hvergi rökstutt þetta, og standa því rök
frv. í greinargerðinni óhögguð, og er það sannfæring
þeirra, sem eru að reyna að liugsa þessi mál og skilja
þær þarfir og þau verkefni, sem framtíðin þarf að leysa
á þessum vettvangi, að skipun þessara eftirlitsmanna,
sem stöðugt yrðu á ferðinni milli skóla til ieiðbeining-
ar, uppörvunar og eftirlits með öllu fræðslustarfinu í
landinu, yrði það lieilladrýgsla spor, sem stigið verður
til þess að reyna að tryggja það, að sú orka og það fé,
sem til þessara mála gengur, verði landi og lýð að sem
mestum og beztum menningarnotum.
Þegar litið er á frumvarpið sem heild og reynt að
gera sér grein fyrir, hvernig það myndi verka á næstu
framtíð, ef að lögum yrði, þá má benda á eftirfarandi
atriði:
1) I bæjunum og hinum stærri kauptúnum gætti þess
ekki mikið. Flestir bæirnir og mörg kauptúnin eru kom-
in með skólaskylduna í 7 ár, og hin eru á leiðinni að
gera það. Þar myndi þess þá helzt gæta, að starfsár kenn-
aranna yrði lengt og nám yngstu aldursflokkanna fært
meir yfir á vor og haust en nú er. Af uppeldislegum á-
stæðum er þetta nauðsynlegt, og vísast til þess, sem
um það er sagt í greinargerð frv. (6. gr. bls. 16). Og
af praktiskum ástæðum ekki síður. Það mun sem sé
bráðlega koma í ljós, og er raunar þegar orðið augljóst
hverjum þeim, sem um það vill hugsa, að þessir fjöl-
mennu og hraðvaxandi staðir geta ekki stöðugt stælck-
að slcólahús sín eða byggt ný, til þess að láta þau svo