Menntamál - 01.03.1936, Qupperneq 9
MENNTÁMÁL
7
Það er eins og mannkynið sé nú fyrst að vakna til vit-
undar um það, að börnin séu í raun og veru öll von
þess um batnandi og fullkomnara líf. Enda er nú svo
komið, að ýmsir liinna merkustu og ágætustu manna,
sem nú eru uppi, liafa lielgað uppeldismálum þjóðanna
störf sín og krafta. Skólar eiga að leggja grundvöllinn
að því að kenna barninu listina að lifa. En til þess að
geta búizt við því, að ná eitthvað áleiðis að því marki,
verður að gefa barninu frelsi til að lifa bernskulifi sínu.
Það þarf að veita því slikt umhverfi, að það læri að
nota liuga og hönd í samvinnu við aðra, ekki út i blá-
inn, heldur að seltu marki. Það er vissulega mikilsvert
að vita mikið og kunna margt, en verulegra atriði er
þó það, að kunna að nota þekkinguna, og þó enn mest
um vert, að eignasl þá afstöðu gagnvart meðbræðrun-
um, þjóðfélaginu, að liún knýi til þess, að nota þekkihg-
una og þann mátt, er bún veitir, öðrum til gagns og
blessunar.
Þetta hafa skólarnir um of vanrækt. Allt of mikil á-
herzla befir verið á það lögð, að vita, stundum meira
að segja á það, að bafa eftir orð án hugsunar. Örskammt
er síðan, að nokkuð verulega bar á þeirri skimu í skóla-
beiminum, að gera þyrfti skólana að félagslegri stofn-
un, þar sem venjur eru festar, þær beztu, er samlíðin
þekkir, i sambandi við hugsana- og alhafnalíf, sem börn-
um er eiginlegt, en sem miðar þó sem mest í þá átt,
er búast má við að þau eigi í vændum. Allt uppeldi á
fyrst og fremst að miða að þvi, að gera mennina félags-
hæfa, kenna þeim að starfa saman, búa saman. En til
þess þarf fyrst og fremst að rækta bróðurþelið, hjarta-
hlýjuna. Það þarf m. ö. o. í öllu uppeldisstarfi, að leggja
meiri rækt en verið hefir, við kærleiksbugsjón þá, sem
kristindómurinn er reistur á fyrir 19 öldum.
Þetta er boðskapur hins þroskaða uppalanda, er eg
gat um í upphafi, sem heilsar öld barnanna glaður og