Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 16

Menntamál - 01.03.1936, Page 16
14 Til minnis fyrir kennara. MEN NTAMÁL. Hér fara á eftir örstuttar athugasemdir um nokkur menningarmál, sem kennarastéttin berst fyrir og mun bera fram til sigurs næstu ár og áratugi. Mjög er áríð- andi fyrir kennara að vera þess minnugir, að öll stór mál kosta mikla baráttu. Þetta á alveg sérstaklega við um menningarmálin, sem liafa útgjöldj för með sér, en árangurinn vandmetinn til fjár. Menn mega því umfram allt ekki örvænta né láta hugfallast, þótt þeim þyki litið vinnast á, eða seint ganga róðurinn. Barátta vor kennara fyrir málefnum getur verið og hlýtur að vera með þrennum hætti: 1) Með því að rækja starf vort af alúð, kostgæfni og vaxandi þekkingu. Hver sá kennari, sem eykur álit sitt og traust kennarastéttarinnar með starfi sínu, greiðir stórlega götu málefnanna, sem barizt er fyrir. 2) Með því að kynna áhugamálin almenningi. Fólkið þarf alltaf nokkurn tíma til að átta sig á nýjum málum. En því fyrr gengur það, sem ötullegar og drengilegar er fyrir þeim talað. Kennararnir, sem eru dreifðir urn ger- vallt landið, hafa ágæta aðstöðu í þessum efnum. Tæki- færin gefast mörg: einkaviðtöl, rabb yfir kaffibollum, ræður á mannamótum. En frá almenningsálitinu er greið leið inn í þingsalinn. 3) Með því að efla og taka sem virkastan þátt í sam- tökum stéttarinnar. Undir þennan lið heyrir meðal ann- ars skilvisi á greiðslu til S. 1. B. og þar með talið tíma- ritið Menntamál. Þá gæti hver einasti kennari gert mál- efni stéttar sinnar mikið gagn með því að efla Mennta- mál og útbreiða ritið mcðal nágranna og kunningja. Heimavistarskólar. Krafan um það, að heimavistar- skólar komi í stað farskóla um allt dreifbýli landsins, er eitt hið allra merkasta og þýðingarmesta menningarmál,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.