Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 12

Menntamál - 01.03.1936, Page 12
10 MEN NTAMÁL. um. Og sveitaskólarnir, farskólarnir, hugsaðir aðeins sem hjálp lianda heimilunum, meðan þau gætu verið aðalskólinn, en jafnvel þá finnst það á málflutningi surara löggjafanna, að þá órar l'yrir því, að slíkt muni vart eiga sér langan aldur, heldur þurfi sveitirnar að eignast uppeldisstofnanir, áþekkar heztu lieimilunum, er stundir líða. Og einliver allra framsýnasti og gáfað- asti íslendingurinn, sem uppi var um siðastl. aldamót, Páll Briem amtmaður, var í þessum efnum hvorki myrk- ur í máli né kröfuvægur. Hann slcrifaði mikið um upp- eldismál okkar um aldamótin. Hann sá í anda liinn mikla starfsdag, hið nýja landnám, er hlasti við allstað- ar. Hann sér, að þjóðinni muni fengnir í hendur stjórnar- taumarnir, og ekki verði alltaf hægt að skella allri skuld á Dani, er illa gengi, heldur myndi öll ábyrgðin senn hvila á hennar eigin herðum. En til þess að ganga i móti hinni nýju landnámsöld, þyrfti stórum bætt uppeldi. Hann fordæmir kákið og fullyrðir, að umgangsskólarn- ir, er síðar voru nefndir farskólar, séu og verði kák. Hann heimtar fullkomna skóla, telur það hrýnustu nauð- syn. Og liann veigrar sér ekki við að segja sinni sam- tíð til syndanna. Hann segist vita, að getuleysinu, fá- tæktinni, verði borið við. Þetta sé ekki hægt, það kosti of mikið, en á meðan þjóðin eyði stórfé á hverju ári fyrir brennivín og tóbak, miklu, miklu meir en sem þeim kostnaði svari, nái engri átt að kenna getuleysi um, heldur sé það hlábert menningarleysi. Og þannig hefir þetta gengið fram til þessa dags. Ef við, sem vorum farnir að sjá ögn og skilja um síð- astl. aldamót, rennum huganum til balca og lítum svo yfir nútíma þjóðlíf okkar, og reynum að festa sjónir á meginþátlum þessara tveggja þjóðlífsmynda, þá stönd- um við, yfirleitt, undrandi yfir breytingunum. Við erum í raun og veru komnir í nýjan heim. Mörg af þeim eldri viðhorfum eru gersamlega horfin og önnur spánný lilasa

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.