Menntamál - 01.03.1936, Page 43
MENNTAMÁL
41
og oft með litum. Þar má stafagerðin vera önnur en
lesmálsins. Upphafsstafur lesmálsins og jafnvel við hvrj-
un málsgreina er á stundum hafður allstór og skreytt-
ur á ýmsa vegu; en fegurst er, að sjálfur stafurinn sé
glöggur og hreinn í dráttum. Honum er komið fyrir
ýmist inni á leturfletinum, eða að nokkru eða öllu á jaðr-
inum fyrir utan það. Fer það að mestu eftir lögun stafs-
ins, hvað við á.
Yfirpenni :
Blekið ofan á oddi pennans þurkist af. Yfirpenninn er til þess,
að blekið geymist lengur i pennanum.
iS
Skreyting er vandasöm og krefst kunnáttu og þroska;
er því ávallt bezt, einnig í þessum efnum, að fara ekki
lengra en kraftar leyfa, enda sómir sér jafnan vel hið
einfalda og fábrotna, ef unnið er að því með alúð.
Nöfn, setningar eða orð, sem áherzla hvílir á, má
hafa með stærra letri eða upphafsstöfum.
Það getur farið vel að liafa leturflötinn með ýmis-
konar lögun: Tigul, ávalning, hringflöt, skjaldarmynd-
un o. s. frv. Kemur þetta lielzt til greina um forsíður,
ávörp og tilkynningar.
Þegar linurnar eru mislangar, t. d. ef leturflöturinn
er skjaldar- eða tígulmyndaður, þá er gagnsær pappír
notaður til hjálpar. Hann er lagður yfir pappirinn, sem
á að skrifa á, eftir að búið er að strika hann. Strikin
sjást í gegn. Siðan er hver lína skrifuð á gagnsæja blað-
ið og svo færð yfir á hinn, þannig að endar liennar séu