Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 20

Menntamál - 01.12.1936, Side 20
178 MENNTAMÁL mjög líkum grundvallarreglum. Og í byrjun 19. aldar skrifar Jacotot: „Kennum börnunum ekki fyrst stafi þá atkvæði og því næst orð. Látum þau lesa livað cftir annað og læra utan að setningar eða lieila blaðsíðu. Þau munu af sjálfum sér læra að greina setningarnar í orð, atkvæði og stafi; sem þau svo af sjálfum sér læra að beita við aðra blað- síðu.“ , En livað sem segja má um þessar fyrstu tilraunir, þá er það Decrolv prófessor i Bruxelles, sem sannar notagildi þessarar kennsluaðferðar, liæði fyrir vanþroska og venju- lega gáfuð börn. XVII. Eg vil nú gefa slult yfirlit yfir aðferð Decroly eins og ein nánasta og merkasta samverkalcona hans, Amelie Hamaide, lýsir henni i bók sinni, La Methode Decroly. Byrjað er á sctningum í skipunarformi. Decroly telur rökrétt að byrja á þennan hátt. Börnin eru látin fá ritaðar fyrirskipanir, sem standa í sambandi við námsefni það, sem þau eru að fást við. Sé t. d. verið að tala um ávexti, þegar lestrarkennslan byrjar, eru ritaðar eftirfarandi skipanir: Færðu mér peruna! Láttu peruna á borðið. Skerðu peruna i tvent. Borðaðu liálfa peru. Gefðu Önnu peru. Þessar skipanir eru ritaðar á spjöld, mjög stóru letri og látnar í augsýn barnanna. Til að byrja með eiga þau ekki að lesa skipanirnar uppbátt. Þau athuga sjónmyndir orðanna og framkvæma það, sem þær skipa. Verkin sanna að þau skilja bina lesnu skipun. Börnunum, sem eru mjög starfsöm að eðlisfari, þvkir þessi kennsla mjög skemmtileg, þar sem þau fá

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.