Menntamál - 01.09.1937, Blaðsíða 76

Menntamál - 01.09.1937, Blaðsíða 76
154 Skólamál í Tékkóslóvakíu MENNTAMÁL Á uppeldismálaþinginu í París i sumar vöktu futltrúar Tékkó- slóvakíu mikla athygli og aðdáun þeirra, sem á þá hlýddu. Olli því tennt. 1 sambandi við fyrirlestra þeirra söng fjölmennur kór kennslukvenna. Hefir kór þessi áður ferðast víða um Evrópu og hvarvetna getið sér hinn hezta orðstí. Mun það hafa valdið miklu um, að fleiri áheyrendur voru á fyrirlestrum þeirra en flestra annarra. Hin ástæðan var sú, að fyrirlesarar þeirra liöfðu frá einkar merkum framförum í skólamálum að segja. Svo sem kunnugt er, þá er Tékkóslóvakía, sem sjálfstætt ríki í núverandi mynd, eitt af yngstu ríkjum Evrópu, stofnað eftir ófriðinn mikla. Eigi að siður á þjóðin að baki sér langa og merka menningarsögu, sem þó hafði að miklu leyti gleymzt um meira en tvær aldir. Með fádæma þrautseigju og andagift tókst nokkrum forystumönnum Tékka, að rifja upp hina fornu sögu, að vekja þjóðina til meðvitundar um hana og að fá viðurkenn- ingu stórveldanna á hinum sögulega rétti. Lifið og sálin í þess- ari baráttu var vísindamaðurinn Mazaryk, fyrsti forseti Tékkó- slóvakíu, nú nýlátinn sem þjóðhetja lands sins. Tékkóslóvakía er eitt. þeirra rikja í Evrópu, þar sem lýðræðið sýnist standa föstustum fótum. Foringjar þjóðarinnar í stjórn- málum og menningarmálum telja það sínar helgustu skyldur, að vernda sjálfstæðið og lýðræðið, sem þeir telja hvort öðru óað- skiljanlegt. Þetta sjónarmið kom mjög ákveðið fram i erindum fyrirlesaranna i París, t. d. þeirra Franke kennslumálaráðherra og Prihóda háskóiakennara i Prag; einnig í ræðu Osuzkys sendi- herra Tékkóslóvakiu í París. En þeir voru einnig allir sammála um það, að til þess að geta verndað sjálfstæðið og lýðræðið, væri höfuðnauðsyn að efla sem mest menntun og menningu þjóðar- innar. Skólarnir, æðri sem iægri, væri þvi óskabörn þjóðarinn- ar og leiðtogar hennar litu á það sem sögulega nauðsyn að efla þá með ráði og dáð, enda fjárframlög til menningarmála aukin ár frá ári. Árið 1928 markar tímamót í skólamálum Tékkóslóvakíu. Það ár eru settir á stofn nokkrir tilraunaskólar. Þeir eru starfrækt- ir á þjóðlegum grundvelli, en með hliðsjón af erlendum starfs- skólum eða nýskólum. Tilraunaskólar þessir verða upphaf að voldugri skólahreyfingu í landinu. Árið 1932 var samin ný námsskrá fyrir barnaskólana. Er þar fetað í spor tilraunaskólanna og stefnt ákveðið að þvi mark-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.