Menntamál - 01.09.1937, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.09.1937, Blaðsíða 10
88 MENNTAMÁl. skeiðs. Upp á við er haldið, þangað til barnið flaskar á öllum verkefnum eins aldursskeiðs. Að jafnaði er það svo, að börnin leysa aðeins einstök verkefni frá einu eða tveim- ur aldursskeiðum fyrir ofan það slteið, þar sem það leysti öíl verkefnin. Þó getur þetta teygt sig j'fir stærra bil, en sjaldan nema um vanþroska börn sé að ræða. Til að mynda getur vanþroska barn tíu ára að aldri flaskað á einliverj- um af sjö, átla og niu ára prófunum, en leyst svo eitt tíu ára próf. Til eru margar fleiri tegundir af greindarprófum en Jiér hefir verið týst, en þessi aðferð er langþekktust og stendur á öruggustum reynslugrundvelli. Hún er aðeins til þess að mæla greind barna. Greind fullorðinna er miklu torveldara að mæla. Kemur þar til, að ekki er eins hægt að komast þar hjá sérstakri reynslu. Enn fremur er fullorðíð fólk miklu tortryggnara gegn slíkum aðgerðum. Börn innan tiu ára aldurs ganga jafnan níðs ókvíðin lit í eldraun prófanna. Vissi eg til þess, þegar eg prófaði börn- in á Isafirði, að það var þeim metnaðarmál að vera fyrst. Reyndu þau að fá þessu áhugamáli sínu framgengt með öllum þeim hernaðaraðferðum, sem þau áltu yfir að ráða. — Sem dæmi um aðferð til þess að prófa full- orðna má nefna Army Alpha-prófin amerísku. Voru þau samin upphaflega i því skyni að velja trúnaðarmenn í herinn í heimsstyrjöldinni. Eru það álta verkefni, sem hvert um sig er í mörgum atriðum. Fyrstu atriðin eru létt en smáþyngjast, unz það er á fárra færi að leysa hin síðustu. Til úrlausnar er einnig gefinn mjög takmarkaður tími. Fyrsta verkefni er að skilja fyrirskipanir. Þeim, sem prófaðir eru, eru fengin verkefnin prentuð, og við þau eru eyður, þar sem úrlausnirnar ern skrifaðar. Við fyrsta verkefnið eru margskonar flatarmyndir. Les prófandinn upp allhratt, hvernig merkja skuli hverja mynd. Til þess er gefinn, eins og áður er sagt, mjög stuttur timi. Siðan er blaðinu snúið við og þegar byrjað á öðru verkefni, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.