Menntamál - 01.09.1937, Page 10

Menntamál - 01.09.1937, Page 10
88 MENNTAMÁl. skeiðs. Upp á við er haldið, þangað til barnið flaskar á öllum verkefnum eins aldursskeiðs. Að jafnaði er það svo, að börnin leysa aðeins einstök verkefni frá einu eða tveim- ur aldursskeiðum fyrir ofan það slteið, þar sem það leysti öíl verkefnin. Þó getur þetta teygt sig j'fir stærra bil, en sjaldan nema um vanþroska börn sé að ræða. Til að mynda getur vanþroska barn tíu ára að aldri flaskað á einliverj- um af sjö, átla og niu ára prófunum, en leyst svo eitt tíu ára próf. Til eru margar fleiri tegundir af greindarprófum en Jiér hefir verið týst, en þessi aðferð er langþekktust og stendur á öruggustum reynslugrundvelli. Hún er aðeins til þess að mæla greind barna. Greind fullorðinna er miklu torveldara að mæla. Kemur þar til, að ekki er eins hægt að komast þar hjá sérstakri reynslu. Enn fremur er fullorðíð fólk miklu tortryggnara gegn slíkum aðgerðum. Börn innan tiu ára aldurs ganga jafnan níðs ókvíðin lit í eldraun prófanna. Vissi eg til þess, þegar eg prófaði börn- in á Isafirði, að það var þeim metnaðarmál að vera fyrst. Reyndu þau að fá þessu áhugamáli sínu framgengt með öllum þeim hernaðaraðferðum, sem þau áltu yfir að ráða. — Sem dæmi um aðferð til þess að prófa full- orðna má nefna Army Alpha-prófin amerísku. Voru þau samin upphaflega i því skyni að velja trúnaðarmenn í herinn í heimsstyrjöldinni. Eru það álta verkefni, sem hvert um sig er í mörgum atriðum. Fyrstu atriðin eru létt en smáþyngjast, unz það er á fárra færi að leysa hin síðustu. Til úrlausnar er einnig gefinn mjög takmarkaður tími. Fyrsta verkefni er að skilja fyrirskipanir. Þeim, sem prófaðir eru, eru fengin verkefnin prentuð, og við þau eru eyður, þar sem úrlausnirnar ern skrifaðar. Við fyrsta verkefnið eru margskonar flatarmyndir. Les prófandinn upp allhratt, hvernig merkja skuli hverja mynd. Til þess er gefinn, eins og áður er sagt, mjög stuttur timi. Siðan er blaðinu snúið við og þegar byrjað á öðru verkefni, sem

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.