Menntamál - 01.06.1950, Side 26

Menntamál - 01.06.1950, Side 26
88 MENNTAMÁL ef skólar þeir, sem byggja á þekkingu þeirra, eiga að geta starfað sæmilega. Vegna þessa mismunar á námskröfum og þroska mið- skóla- og unglingaskólastigsins er hægt að nota kennslu- aðferðir, sem ég vil kalla yfirheyrsluaðferðina, við mið- skólastigið, en þessi aðferð er að mínum dómi algerlega ónothæf við unglingastigið. Ég mun síðar fara nokkrum orðum um kennsluaðferðir og læt því nægja hér að slá föstu, að það þarf aðra kennsluaðferð við skyldunáms- stigið en þá, sem algengast er nú að nota við gagnfræða- skólana hérlendis. Það mun því happadrýgst, að aðrir kenni við skyldunám en við miðskóla og gagnfræðaskóla, þar eð varla má gera ráð fyrir því að sami maður sé sér- fróður og sérhæfur á bæði eða öll stigin. Það er því einnig kennurunum fyrir beztu, að unglinga- og miðskólar séu ekki í sömu húsakynnum. Mjög fjölmennir skólar og mikill fjöldi í bekkjardeild- um rýra mjög árangur af starfi kennara hér í Reykjavík. Það eru engin smáræðis musteri, sem reist hafa verið mennta-gyðjunni á íslandi hin síðari árin. Flestir þessir skólar eru hinir vönduðustu, en „markmið og leiðir breyt- ast“ og ég tel vafamál, að þessir vönduðu „kastalar" stand- ist þær kröfur, sem gera verður til skólabygginga nú hvað þá síðar. í skólum þessum er safnað saman eitt til tvö þúsund börnum eða unglingum. Einstaklingar hverfa al- veg í fjöldann og finna að þeir gera það. Enginn kenn- ari þekkir nema lítinn hluta nemenda í sjón, og sárafáa í raun. Kennarar kynnast mjög lítið heimilisástæðum, innræti eða öðrum eiginleikum nemenda. Ef 2% af nemendum eru „vandræðabörn", þá eru þarna 20—40 vandræðagemlingar, sem „kynntir" eru í skólan- um, æsa hverjir aðra til óknytta og hverfa í fjöldann. Þetta eru venjulega „karlar í krapinu“, sem safna um sig áhangendum og kenna þeim listir sínar. Einum eða tveim-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.