Menntamál - 01.06.1950, Side 27

Menntamál - 01.06.1950, Side 27
MENNTAMÁL 89 ur slíkum drengjum getur góður agi haldið í skefjum, en því fleiri sem þeir eru, þess áræðnari og örðugri eru þeir bæði félögum sínum og kennurum. Það er óendalega miklu örðugra að koma á og viðhalda góðum, föstum venjum og siðum í fjölmennum en í fámennum skólum. Bekkjardeildir unglinga- og gagnfræðastigsins eru hér í Reykjavík oft svo fjölmennar, að það rýrir mjög árang- urinn af starfi kennarans og torveldar það. Það er ekki óþekkt fyrirbæri, að 40 til 50 unglingum sé hrúgað saman í eina stofu. Að sjálfsögðu er mjög örðugt fyrir kennara að sjá, hvort allur þessi hópur fylgist með í kennslustund og enn örðugra getur orðið að fá börn, sem farin eru að slá slöku við, til þess að bæta ráð sitt, af því að það er ekki hægt að taka fyrir það í tíma. Kennarinn kinokar sér við að gefa mörg skrifleg verkefni, af því að það tek- ur svo mikinn tíma að leiðrétta þau, að hann kemst ekki yfir það. Það verður að taka tillit til þess, að kennarar, sem búa við 7—10 þús. króna húsaleigu, geta alls ekki lifað af venjulegum kennaralaunum, heldur eru þeir neyddir til að taka eins mikla aukavinnu eins og þeim er hægt að komast yfir. Kennarar velja því, að sjálfsögðu munu margir segja, þá kennsluaðferð, sem krefst minnstr- ar vinnu af þeim. Aðferðin er að setja börnunum lexíu fyrir heima, nokkrar blaðsíður í kennslubókinni, og hlýða svo yfir í næsta tíma. Starf kennarans verður því ein- göngu að líta eftir, að börnin læri sjálf, hann hjálpar þeim lítið með að skilja verkefnið, og þarf þess vegna heldur ekki að undirbúa kennslustundir sínar, nema rétt að kunna jafnmikið og nemendurnir. Á þessari kennslu- aðferð byggist sá möguleiki að láta menn kenna, sem að- eins hafa litlu meiri þekkingu í námsgreininni en nem- endurnir. En eins og kunnugt er, eru kennarar gagnfræða- stigsins mjög misjafnlega skólagengnir: gagnfræðingar, stúdentar, kennaraskólagengnir menn, háskólastúdentar, guðfræðingar, prestar, lögfræðingar, magistrar og dokt-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.