Menntamál - 01.06.1950, Síða 31

Menntamál - 01.06.1950, Síða 31
MENNTAMÁL 93 að það er ómögulegt að segja fyrir, hvaða árangri er hægt að ná með bekkjardeildirnar, og þess vegna getur orðið ómögulegt að komast yfir það efnismagn, sem krafizt er til prófs. Þetta hefur að sjálfsögðu það í för með sér, að kenna verður í sérdeildum þeim nemendum, sem hyggja á lengri skólagöngu, til þess að tryggja næga undirstöðu. Ég vil hér víkja nokkru nánar að því, hvernig ég tel að breyta þurfi kennsluaðferðum í treggáfuðum og meðal- greindum bekkjardeildum á skyldunámsstiginu. Aðalat- riðið er að kennarinn hjálpi nemendum að finna aðalatriði lexíunnar. Ekki svo að skilja, að hann segi þeim þau, heldur sjái um að nemendur finni þau. Hann má aldrei krefjast þess, að börnin læri neitt fyrr en tryggt er, að þau skilji það til hlítar. Hann má aldrei „setja fyrir“ ann- að en það, sem börnin eru búin að brjóta til mergjar. Tökum nokkur dæmi af handahófi. 1) Börnin eiga að læra um úrkomu á íslandi. Áður en börnin lesa nokkurn hlut um efnið, verða þau að finna, leidd af spurningum kennarans, hvers vegna úrkoma er mest sunnanlands, hvers vegna úrkoma er ekki miklu meiri í suðurhlíðum Vatna- jökuls en á söndunum, hvers vegna það er þurrt á öræfun- um norðan Vatnajökuls, láta börnin sjálf fylgja vindun- um á ferð þeirra yfir haf og land, láta þau finna og sjá út frá dæmum, sem þau þekkja, hita og rakabreytingar o. s. frv. Til þess að börnin geti fengið yfirlit yfir lands- lag og nöfn, verða þau sjálf að búa til kort af löndunum. Allt þetta verður að gera í kennslustundunum. Þær verða verklegar að nokkru leyti. Heimavinnan verður þá að læra til fullnustu það, sem skýrt var í kennslustund, og festa sér í minni nöfn, sem standa í sambandi við lexíuna. 2 dæmi. Holtasóley. 2—3 börn vinna saman og hafa eintak af plöntunni eða góða mynd. Þau finna sjálf, undir leiðsögn kennarans, öll aðaleinkenni tegundarinnar, gera grein fyrir hlutverki hvers líffæris, og byggingu þeirra í samræmi við það. öll aðalatriði eru skrifuð niður um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.