Menntamál - 01.06.1950, Síða 45

Menntamál - 01.06.1950, Síða 45
MENNTAMÁL 107 vel eykst. Mistakist tilraunin hins vegar, hverfur áhuginn eða veldur leiða. En það er engin sönnun þess, að það sé áhuginn, sem skapar hinn góða árangur, þvert á móti virð- ist sem áhuginn sé árangur þess að starfið hafi heppnazt." Áhuginn er því mjög háður því, hvort starfið heppnast eða ekki. En það heppnast því aðeins, að það sé ekki nem- andanum ofviða. Heppnist starfið, eykst áhuginn og viljinn til áreynslu. Fái nemandinn hins vegar verkefni, sem hon- um er of erfitt eða of létt, fá hæfileikarnir hvorki þá æf- ingu né þroska, sem þeir þarfnast, sem er þó markmið kennslunnar. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort lestr- argeta barnanna sé svo jöfn, að við getum með góðri sam- vizku látið þau fylgjast að eða ekki. í þessu efni má kennar- inn ekki eingöngu treysta á tilfinningar sínar og lauslegt mat. Við verðum að nota viðurkennt mál, sem mælir ná- kvæmlega getu barnsins, það er a. s. að prófa það. Prófin eiga að vera kennaranum leiðarvísir og ábending um það, sem ábótavant er, þá getur hann fengið tækifæri til þess að bæta úr því, sem hann finnur ábótavant í lestri nem- andans. Þetta er að vísu mun auðveldara fyrir t. d. flestar aðrar þjóðir en okkur, því að þær eiga miklu fullkomnari ,,standardiseruð“ próf til þessara hluta en við, auk þess sem þær eiga á að skipa fjölmörgum skrifstofum með sæg skólasálfræðinga sem vinna úr prófunum, jafnóðum og þau berast. Börn hafa gaman af prófum og hlakka til þeirra. Eflaust er ástæðan sú, að þau sjá þá svart á hvítu, hvar þau eru stödd, borið saman við næsta skipti áður. Að jafn- aði hefur barnið ekkert að miða getu sína við annað en félaga sína. Þetta er mjög lamandi fyrir lélega lesara, því að þeir hafa sjaldnast neinn möguleika til þess að keppa við þá, sem miklu betri eru. Þetta staðfestir aðeins getu- leysi þeirra og flýtir fyrir uppgjöf. En það er einnig lam- andi fyrir góðu lesendurna, því að þeir fá miklu síður tæki- færi til þess að leggja sig alla fram. Án þess nær enginn nemandi hámarki í getu. Við prófin gefst barninu kostur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.