Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 10
4
MENNTAMÁL
Þá hefur skipstjóri, ásamt 2—B yfirmönnum, heimsótt
skólann nokkrum sinnum, og hefur það jafnan verið mjög
ánægjulegur og eftirminnilegur viðburður. Hefur þá skip-
stjóri ætíð boðið börnunum um borð í skipið, er það kæmi
næst í höfn, og hefur það alltaf verið einkar vel þegið.
Hafa þá börnin gengið með kennurum sínum í hópum um
skipið, undir leiðsögn yfirmanna, og loks þegið góðar veit-
ingar.
Nokkrum sinnum hafa þessir aðilar skipzt á gjöfum, en
frá upphafi var svo um talað, að ekki yrði mikið um þær.
Skipshöfn Arnarfells sendir þó skólanum árlega eina gjöf,
sem er börnunum mikils virði, meðal annars af því, hvern-
ig hún er afhent. Gjöf þessi er ávextir, sem afhentir eru
af tveim jólasveinum á litlu-jólum skólans. Koma jóla-
sveinanna og afhending hinna gómsætu ávaxta vekur allt-
af frábæran fögnuð í brjóstum barnanna.
Að öllu samanlögðu er það mikið happ fyrir Barnaskóla
Húsavíkur að hafa komizt í þessi ánægjulegu tengsl við
kaupskipið ARNARFELL, og þau hafa skapað skemmti-
lega fjölbreytni í starfi skólans. Ég vil nota þetta tæki-
færi til að flytja skipstjórum Arnarfells og áhöfn þess al-
úðarþökk fyrir skilning þeirra á máli þessu og öll hin
ánægjulegu samskipti, sem ég vona að vari lengi enn.
Línur þessar eru skráðar til að vekja athygli á þessu
nýstárlega en vel heppnaða skólastarfi og hvetja aðra til
að reyna slíkt hið sama.