Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 86
80
MENNTAMÁL
samræmingar með námskeiðum og leiðbeiningum er mjög
mikil. Á hinn bóginn er brauðstrit kennara hér slíkt, að
tæplega er hægt að krefjast þess, að þeir sæki námskeið
að sumrinu. Afstaða yfirvalda hefur verið þannig, að
starfshæfni, menntun og reynsla hafa verið mjög létt-
væg við stöðuveitingar og þess vegna ekki borgað sig
fjárhagslega.
Að öllu þessu athuguðu kom okkur saman um, að bezt
mundi að hafa námskeiðið að kvöldlagi yfir starfstíma
skólanna. Virtist okkur heppilegast að hafa það að haust-
inu, áður en þreytu of langra kennsludaga væri farið að
gæta verulega.
Nefndarmönnum kom saman um, að nauðsynlegt væri
að leita kennslukrafta erlendis. Aðalviðfangsefni nám-
skeiðsins skyldi vera kennsluaðferðir og kennslutækni á
hagnýtum grundvelli, en hérlendis virtist okkur erfitt að
finna alhliða, reynda menn, sem væru færir um og hefðu
þjálfun í að veita slíka tilsögn.
Við í nefndinni urðum ásáttir um, að bezt mundi að
leita kennara í Noregi, bæði vegna þess að norska mun
vera auðskilin flestum íslenzkum kennurum, og einnig
vegna grósku þeirrar, sem nú er í norskum skólamálum.
Námstjóri gagnfræðastigsins 1 Reykjavík, Magnús Gísla-
son, varð vinsamlegast við þeim tilmælum okkar að leita
eftir kennslukröftum í Noregi.
1 sept. 1958 lá fyrir tilboð frá fræðslumálastjórn Noregs
um, að inspektör Olav Sundet og rektor Kay Piene, báðir
frá Pedagogisk seminar í Osló, kæmu til fslands allt að
14 daga hvor, og leiðbeindu á námskeiðinu. Inspektör
Sundet er æfingakennari í tungumálum og sögu, auk upp-
eldisfræði, en rektor Piene í stærðfræði og skyldum grein-
um. Báðir skyldu þeir halda launum sínum, en deild
Norræna félagsins norska bauðst til að greiða ferðakostn-
að til íslands og heim aftur.
íslenzkir aðilar þurftu því aðeins að greiða kostnað við