Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 69
MENNTAMAL
63
Á niðurstöðum þessarar rannsóknar er hið svonefnda
Winnetka-kerfi í reikningi byggt, og hún hefur einnig
haft áhrif á tilhögun kennslu í ýmsum öðrum greinum og
samningu námsbóka.
Sjö manna nefndin lagði til grundvallar rannsóknum
sínum, að í barnaskóla bæri að leggja megináherzlu á þessi
þrjú höfuðatriði:
1) Börin skulu vera leikin í að leysa 390 grundvallar
tölusamböndin (100 í hverri hinna þriggja reikningsað-
ferða, samlagningar, frádráttar og margföldunar, en 90 í
deilingu, því að maður getur ekki deilt með einu saman
núlli) og hinum algengustu mælieiningum.
2) Leysa dæmi í fjórum höfuðgreinum með heilum töl-
um, almennum brotum og tugabrotum, hér með talinn
prósentureikningur.
3) Æfingu í að nota þessa þekkingu í daglegu lífi.
Sjö manna nefndin hefur rannsakað, hver af þeim 390
talnasamböndum eru erfiðust og hver þyrftu næstum enga
æfingu. Eftirfarandi talnasambönd virtust vera sérstak-
lega erfið viðfangs til úrlausnar hjá börnunum:
7+9; 9+8; 5+9; ll-^-3; 14-^6; 16^-9; 13-^8,:‘) öll
0-taflan í margföldun ásamt 7-8; 9-6 ; 54:9; 7:7; 4:4; 9 :9;
5:5; 3:3; 2:2; 6:6.
Þess má geta hér, að til þess að æfa þessi talnasambönd
er gott að nota kort með dæmi á, t. d. 7+8 skrifað á aðra
hliðina, og svarið 7+8 — 15 á hina hliðina. Þessi kort er
hægt að nota á ýmsa vegu við kennslu. Börnin þurfa æf-
ingu í að reikna rétt og ná sæmilegum hraða. Ekki
er talið ráðlegt að leggja áherzlu á hraða í almennum
brotum, tugabrotum eða prósentureikningi.
Sjö manna nefndin athugaði hraða barnanna að leysa
(reikna) töflurnar í hinum fjórum höfuðgreinum.
1) Mjög samhljóða niðurstöður hafa Norðmenn fengið í sínum
rannsóknum.