Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL
48
enta myndu laða að skólanum efnilegt ungt fólk, sem
hneigist að kennarastarfi, en vill ekki loka fyrir sér leið-
inni til stúdentsprófs og framhaldsmenntunar í háskóla
— enda er varla við því að búast, að 16 ára unglingar
geti ráðið það við sig endanlega, hvaða lífsstarf þeir
velja. Einnig virðist það liggja beint við að álíta, að
heppilegast sé fyrir verðandi kennara að fá menntun sína
í skóla, sem frá byrjun miðar kennslu sína við þarfir
þeirra. Og stúdentspróf frá þessum skóla ætti að vera
hentugt þeim, sem síðar vildu lesa undir B.A. próf.
Að því er snertir framhaldsnám til undirbúnings prófi
í ákveðnum sérgreinum er enginn vafi á því, að það
myndi leysa aðkallandi þörf skólanna á skyldunámsstig-
inu, og með þeirri sérhæfingu, sem þannig fengist, væri
stuðlað að því að kennarar legðu stund á kennslu þeirra
námsgreina, sem þeir hefðu bezta hæfileika til að kenna.
Ég hef hér aðeins drepið á nokkur atriði til rökstuðn-
ings tillögum kennarafélagsins — enda er hér naumast
vettvangur til þess að tala um hin ýmsu fyrirkomulags-
atriði, sem ákveða þyrfti, ef tillögur okkar væru fram-
kvæmdar.
Læt ég útrætt um þetta efni.
í umboði Kennarafélags Kennaraskóla íslands færi ég
Kennaraskólanum hérmeð árnaðaróskir félags okkar. Við
óskúm þess, að skólanum megi vegna vel um ókomin ár
og að hann verði æ betur fær um að gegna hinu mikil-
væga hlutverki sínu fyrir þjóðina. Við óskum þess, að
hann fái sem fyrst þau réttindi og þann aðbúnað, sem
til þess þarf að hann geti notið sín til fulls.