Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 106
100
MENNTAMÁL
Frá stjórn S.Í.B.
Svo sem mörgum kennurum mun kunnugt, festi stjórn
S. í. B. kaup á íbúð síðast liðið vor. Er þetta fjögurra her-
bergja íbúð, um 118 m2 í nýju húsi, Þingholtsstræti 30.
fbúðin er mjög vönduð og á góðum stað, enda kostaði
hún næstum því hálfa milljón króna. Hefur sambands-
stjórn fengið þarna ágætt húsnæði fyrir starfsemi sína,
útgáfu Menntamála og fræðslumiðlun, er húsnæðið þó að
meira en hálfu leyti notað til íbúðar. En ætlunin er að
taka það allt til félagsnota, þegar ástæður leyfa, hafa þar
félagsheimili kennara og gestaherbergi fyrir kennara ut-
an af landi. Ekki áttu kennarasamtökin nema þriðjung
þess f jár, sem til kaupanna þurfti, hitt er lánsfé, að mestu
fengið í Lífeyrissjóði barnakennara.
Á fulltrúaþinginu s. 1. vor voru húsakaupin samþykkt
einróma og látin í ljós ánægja með þessa ráðstöfun sam-
bandsstjórnar. Einnig höfðu fulltrúar mikinn hug á að
efla svo fjárhag S. í. B., að unnt yrði að greiða skuldirn-
ar sem mest niður á næstu árum og auka starfsemi sam-
takanna, eftir því sem við yrði komið. Voru menn sam-
mála um að hækka félagsgjöld til muna, og komu fram
tillögur um, að þau yrðu kr. 500,00 frá hverjum félaga.
En samkomulag varð um að fara milliveg og ákveða kr.
250,00, er það allmikil hækkun frá því, sem áður var. Mun
kennurum að vonum þykja þetta nokkur skattur, og þótti
sambandsstjórn því rétt að skýra málið örfáum orðum.
Gjald þetta er svo ríflegt, að mjög á að ganga á skuldir
samtakanna á þessu kjörtímabili, og mun næsta full-
trúaþing að sjálfsögðu taka málið til athugunar með tilliti
til þess. Að lokum þökkum við kennurum skilning og sam-
hug í þessum málum.
Stjórn S. I. B.