Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 97
MENNTAMAL
91
ingamálanefndinni, að slík útgáfa yrði mjög kostnaðar-
söm í því formi, sem hún var fyrirhuguð, og að erfitt
væri að ná samkomulagi við útgefendur í enskumælandi
löndum um útgáfuna. Yrði útgáfan á margan veg erfið
í framkvæmd.
Ráðherrafundurinn taldi, að fengnum þessum upplýsing-
um, eigi tímabært að gera meira sameiginlega í málinu að
sinni, en hvatti hvert Norðurlandanna um sig til þess að
kynna umheiminum bókmenntir sínar eftir eigin leiðum.
í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð er gert ráð
fyrir um 30.000,00 sænskum krónum árlega frá hverju
landi til norrænnar samvinnu á sviði leiklistar, tónlistar
og bókmennta, og taldi ráðherrafundurinn eðlilegt, að
sams konar stuðningur yrði veittur á sviði myndlistar.
íslandi hafa ekki verið ætluð ákveðin fjárframlög í þessu
sambandi, heldur fari um það eftir ástæðum hverju sinni.
Að lokum var samþykkt ályktun þess efnis, að í hverju
Norðurlandanna um sig skyldi gert yfirlit um menning-
arsamstarfið við Island á síðari árum og unnið að því að
treysta grundvöllinn að auknu samstarfi íslands og hinna
Norðurlandanna á sviði menningarmála.
Málefni þau, sem drepið hefur verið á, hafa flest verið
rædd ýmist í Norðurlandaráði, í norrænu menningarmála-
nefndinni eða á fyrri menntamálaráðherrafundum Norð-
urlanda og sum hjá öllum þessum aðilum. Var norrænu
menningarmálanefndinni þökkuð mikilsverð undirbún-
ingsvinna, er hún hefði leyst af hendi í ýmsum málum.
Samþykktir menntamálaráðherrafundanna eru ekki bind-
andi fyrir löndin, en viljayfirlýsing, sem stjórnarvöld þau,
er hlut eiga að máli, leitast við að taka til greina.
Menntamálaráðherra Finnlands, Heikki Hosia, bauð að
næsti ráðherrafundur yrði haldinn í Helsinki, og var það
boð þegið. Reykjavík, í febrúar 1959.
Birgir Thorlacius.