Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 89
MENNTAMÁL
83
greinar þeirra voru á dagskrá eða ekki. Er gleðilegt að sjá,
að forráðamönnum skóla hér er að verða ljóst, að sérhæf-
ing er að vísu nauðsynleg, en að hún þarf að haldast í
hendur við alhliða þekkingu og skilning á öðrum náms-
greinum, sérstaklega hjá skólastjórum og námsstjórum.
Geta vil ég þess, að norsku kennararnir gerðu sér mikið
far um að benda á nýjungar og nýja strauma í skólamál-
um og fræðslu, ekki aðeins í Noregi heldur einnig í öðr-
um menningarlöndum. Báðir höfðu þeir farið víða um
lönd bæði til náms og fyrirlestrahalds. Sögðu þeir þetta
vera í fyrsta skipti, sem þeir héldu fyrirlestra á norsku utan
Noregs. Ég ætla, að mörgum, sem á þá hlustuðu, verði
orð þeirra minnisstæð, og að áhrifa þeirra eigi eftir að
gæta nokkra hríð í íslenzkum skólum.
Að lokum vil ég svo færa ríki og bæ þakkir fyrir fjár-
stuðninginn og öllum öðrum, sem á einn eða annan hátt
lögðu okkur lið, sérstaklega íslenzku fyrirlesurunum, sem
inntu mikið starf af höndum án nokkurs endurgjalds. —
Vona ég, að kennaranámskeið verði hér eftir tíðari en þau
hafa verið hingað til.
Reykjavík, 20. janúar 1959.
Guðmundur Þorláksson.
Kennaranámskeið 13. okt. — 7. nóv. 1958.
Dagskrá.
Md. 13. okt. kl. 20.30 NámskeiðiS sett.
Þrd. 14. — — 20.30 Sögukennsla, Sundet.
Mvd. 15. — — 20.30 Tungumálakennsla, sýnikennsla, Sundet.
Pöd. 17. — — 20.30 Hópkennsla (gruppemetodik), Sundet.
Ld. 18. — — 16.30 Móðurmálskennsla, Árni Þórðarson.
Ld. 18. — — 18.00 Móðurmálskennsla í Noregi, Sundet.
Md. 20. — — 20.30 Landafræðikennsla, sýnikennsla, Sundet.
Þrd. 21. — — 9.00 Enskukennsla, sýnikennsla, Sölvi Eysteinsson.
Þrd. 21. — — 10.00 Dönskukennsla, sýnikennsla. Hjálmar Ólafsson.