Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 52
46
MENNTAMÁL
Það er ekki altlaf auðvelt að stunda tilraunir við skóla,
sem eiga að ná ákveðnu markmiði. Menn óttast gagnrýni
þeirra, sem aðhyllast önnur skólaform, þegar litið er á
þekkingarárangurinn. Menn leitast við að skapa skóla-
forminu traust, svo fljótt sem auðið er. Þetta hefur því
miður leitt til þess, að tilraunirnar með samfellda skólann
(sameinaða æðri og lægri skóla) hafa ekki verið fram-
kvæmdar með eins miklum áhuga og í upphafi. Það er því
mjög ánægjulegt, að tilraunaskóli ríkisins í Linköping
getur nú loksins tekið til starfa eftir nokkra daga, en byrj-
unarörðugleikar voru óvenjumiklir. Það er hlutverk
fræðslumálastjórnarinnar, í samráði við uppeldis- og sál-
fræðistofnun kennaraháskólans í Stokkhólmi, að setja þess-
um tilraunaskóla ríkisins starfsreglur um rannsóknir og
tilraunir, en þar á að vera hægt að gera enn djarflegri til-
raunir. Þetta hefur verið gert í sumar í samráði við til-
raunastjóra skólans. Ég held, að einmitt þessari samkomu
kunni að leika hugur á að vita, hvaða rannsóknarefni skól-
anum eru ætluð í upphafi.
1) Skipan hópvinnunnar verður að athuga vandlega
og á enn frjálslegri hátt en hingað til hefur verið unnt í
tilraununum með samfellda skóla, sem og einstaklings-
verkefni og bekkjarkennslu. Þetta atriði er því efst á dag-
skrá í tilraunaskóla ríkisins í Linköping.
2) Þarna koma einnig til greina víxláhrif námsgreina í
sameinaðri kennslu.
3) Reynt verður í þessu sambandi að leggja niður ein-
kunnir og taka upp nemendaspjaldskrá í þeirra stað í
tilraunaskyni, fyrst og fremst í bekkjum, þar sem er sam-
einuð kennsla. Ætlunin er, að nemendaspjöldin geymi
margvíslegar umsagnir um getu og afrek nemendanna.
4) Samræming námsefnis og námsáfanga, með hliðsjón
af þroska nemendanna, skiptir mjög miklu máli, svo sem