Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 108
102
MENNTAMÁL
Enn skal þaö tekið fram, að með stofnun B. í. K. og með útgáfu þessa
litla blaðs er verið að leita samvinnu við kennara landsins um mikil-
vcegt mál.
Engu hefur verið slegið föstu um útkomu þessa litla blaðs, en margt
er til umrceðu, svo sem bindindisfrceðslan o. fl. Líkindi eru þó til að
það komi út öðru hvoru nœstu missiri. Fúslega verður tekið á móti
smágreinum i blaðið frá kennurum, en langar greinar eru af skiljan-
legum ástœðum eklii hcegt að birta. Blaðið mun fyrst um sinn sent
ókeypis, þar til annað verður ákveðið.
Islenzk málfrceði, handa framhaldsskólum eftir dr. Björn Guðfinns-
son, 5. útgáfa. Eiríkur Hreinn Finnbogason cand. mag. sá um þessa
útgáfu, og er hún allmikið breytt frá því, sem áður var. M. a., hefur
verið skipt að mestu urn æfingar og þeim skipað niður í misþung verk-
efni, þannig að nokkuð sé fyrir alla, bæði þá, sem skemmst eru komnir,
og hina.
Stafsetningarorðabók með beygingardcemum, sérstaklega sarnin fyrir
barna- og gagnfræðaskiila. Höfundar: Árni Þórðarson skólastjóri og
Gunnar Guðmundsson yfirkennari. Bókin er ætluð til léttis við staf-
setningarkennslu og stílagerð. Nálægt 12 þúsund orð eru í bókinni,
m. a. sérstakir kaflar með manna- og staðanöfnum.
Ég get reiknað, 1., 2. og 3. h., byrjendabók í reikningi eftir Jónas B.
Jónsson fræðslustjóra. í heftunum eru samtals um 3900 létt dæmi.
Fyrsta heftið er myndskreytt af Þóri Sigurðssyni kennara. Gert er ráð
fyrir, að börnin reikni í bækurnar. Notkun þeirra sparar þannig kaup
á reikningsheftum.
Söngbók barnanna. Friðrik Bjarnason tónskáld og Páll Halldórsson
söngkennari tóku saman. I heftinu eru 19 tví- og þrírödduð lög, eink-
um ætluð til notkunar í barna- og unglingaskólum.
Átta útlínukort. Efni: 1. ísland. — 2. Danmörk, Færeyjar, ísland. —
3. Noregur, Svíþjóð. — 4. Bretlandseyjar, Finnland. — 5. Evrópa. — 6.
Asía. — 7. Afríka, Ástralía. — 8. Suður- og Norður-Ameríka.
Átta myndablöð, 118 myndir úr íslandssögu og náttúrufræði, ætlaðar
til þess að líma í vinnubækur.
Vinnukort í latidafrceði, teiknuð af Marínó L. Stefánssyni kennara.
Blöðin eru átta: L—4. ísland, suðvesturhluti, norðvesturhluti, norð-
austurhluti og suðausturhluti. — 5. ísland, lieildarkort. — 6. Evrópa. 7.
Reykjavík og nágrenni. 8. fsland og nálæg lönd.