Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 76
70
MENNTAMÁL
Helmer Norman sagði meðal annars, að sífellt bætt-
ist við námsefnið, en engu eða litlu sleppt af því, sem
áður hafði verið kennt, sennilega af íhaldssemi ráðamanna
í þessum efnum og jafnvel kennara sjálfra,
Hann sagði, að ekki væri ætlazt til, að allir nytu sömu
kennslu eða næmu hið sama, heldur fengju jafna mögu-
leika til náms, hver við sitt hæfi. Hann kvað kjörorð okk-
ar tíma vera: Frjálsræði og ábyrgð (frihet under ansvar).
Sá tími væri liðinn, er hið algera frelsi var álitið vænleg-
ast til þroska. Áríðandi væri, að barnið nyti öryggis, en
öryggi kennara væri jafn nauðsynlegt. Þess vegna þyrfti
kennari að vinna við góðar aðstæður og njóta trausts og
stuðnings yfirmanna sinna, og leiddi það af sér aukið ör-
yggi nemandans. Ef þetta, sem hann kallaði ytri aðstæð-
ur, væri ekki fyrir hendi, skapaðist vandamál í námi.
Líkamlegir ágallar, vanþroski eða vanheilsa, væru oft
ástæða tornæmis ekki síður en truflanir á sálarlífi. Þess
vegna þyrfti að gefa góðan gaum að, hvort barnið hefði
líkamlegt þrek til þess að sitja tilskilinn tíma í skóla á
dag. Samvinna skólalæknis, hjúkrunarkonu og kennara
væri mjög góð í sænskum skólum. Kennarar fengju upp-
lýsingar og aðstoð frá þessum aðilum, enda aflaði hjúkr-
unarkonan sér í upphafi mjög ýtarlegra upplýsinga um
hvert barn, m. a. hvenær það fór að ganga og tala,
auk þess sem hún er vel kunnug heimilisaðstæðum. Kenn-
ara væri skylt að hafa samband við foreldra og reyna í
samráði við þá að ráða fram úr þeim vandamálum, sem
kynni að bera að höndum. Beri tilraunir foreldra og kenn-
ara til úrbóta engan árangur, er leitað til skólalæknis og
hjúkrunarkonu og barnið tekið til rannsóknar. Greindar-
próf væru gerð, en aðeins á þeim börnum, sem kennari
telur afbrigðileg, og eru þá liður í nákvæmri rannsókn.
Sá, sem greindarprófar, gefur ráð um meðferð eða hjálp.
Greindarpróf segir ekkert um tilfinningalíf barnsins.
Um skróp sagði hann, að engan þyrfti að undra, þótt