Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL
5
MAGNÚS GÍSLASON:
Nýjar leiðir í skólamálum.
Fræðslulögin frá 1946 eru um margt skynsamleg. Þau
eru rúmur rammi, sem leyfir allmikið frjálsræði í starfs-
tilhögun.
Meðal merkra nýmæla, sem lögin hafa að geyma, má
nefna:
í fyrsta lagi. Skólakerfið var samræmt. Fræðslustarfi
skólanna skyldi hagað þannig, að hver skóli eða deild gæti
byggt ofan á það, sem á undan var numið í almennum
námsgreinum og þannig stuðlað að því, að nemendur gætu
flutzt milli hliðstæðra skóla án mikillar fyrirhafnar.
1 öðru lagi. Skólaskyldan var lengd um 1 ár. Barna-
skólanámi skyldi ljúka um 13 ára aldur í stað 14 ára ald-
urs, en þá tæki gagnfræðanám við, sem væri skyldunám
til 15 ára aldurs. Ákveðið var að gagnfræðanámið gæti
farið fram 1) í unglingadeild barnaskóla, 2) í miðskóla,
3) í gagnfræðaskóla eða héraðsskóla.
Gert var ráð fyrir því, að héraðsskólarnir yrðu tveggja
ára gagnfræðaskólar í beinu framhaldi af unglingaskól-
unum, þ. e. að námsefni þeirra samsvaraði námi í 2 efstu
bekkjum 4 ára gagnfræðaskóla, en nám í 2 fyrstu bekkj-
um gagnfræðaskólanna samsvaraði námsefni unglinga-
deildanna.
/ þriðja lagi. Stefnt skyldi að því, að skólarnir búi nem-
endur undir það lífsstarf, sem hver og einn er hæfastur
til. Með tilliti til þess var gert ráð fyrir því, að skólum
gagnfræðastigsins yrði skipt í 2 aðaldeildir, bóknáms-