Menntamál


Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 83

Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 83
MENNTAMAL 77 Nei. Yfirleitt gætir ofmikillar íhaldssemi. Menn eru of tregir að fella niður námsefni, en það liggur í augum uppi, að ekki verður tekið upp nýtt efni né stórlega aukið við, þó að brýn þörf væri á, nema rýmt sé til og einhverju fargað af því, sem fyrir er og aflóga mætti kallast. Hvar myndi helzt ástæða til að taka upp nýtt efni? Til dæmis í eðlisfræði. Eðlisfræðin og ýmsar aðrar grein- ar náttúrufræðinnar hafa orðið útundan á undanförnum árum. Þetta hefur m. a. komið fram í því, að ekki hefur verið hirt um að kaupa eðlisfræðitæki né að ætla þeim rúm í skólunum. En nú mun Reykjavíkurbær bæta úr þessu í sínum skólum á næstunni, hvað sem annars stað- ar verður. Hefur fræðsluskrifstofan umsjón með samningu stunda- skránna í skólum bæjarins? Nei, það er eingöngu verk skólanna sjálfra. Er fræðsluskrifstofunni ekki kunnugt um, að stundum er kennslustundum barnanna dreift á ólíka tíma dagsins, þannig að tíminn nýtist börnunum illa, en heimilin hafa af því margs konar óþægindi? Það mun ekki tjóa að þræta fyrir það, en vöxtur bæjar- ins hefur verið svo ör, að ekki hefur reynzt unnt að full- nægja þörfinni á skólahúsum. Óttast fræðsluyfirvöld ekki, að „barnaeigendur“ og skólastjórar geri uppreisn eða verkfall einn góðan veður- dag? Yfirleitt hafa þessir aðilár skilið þann vanda, sem hér er á höndum. Annars er þetta víðar vandamál en hér og hefur sums staðar verið gripið til þess ráðs að fjölga nemendum allt upp í 40 í deild. Væri það gert hér mætti útrýma þrísetn- ingu og kennslustundir þá ekki dreifast á ólíka tíma dagsins. En ég hygg, að fáir myndu þess fýsandi að hækka meðal- talið stórlega, sem nú er rúmlega 26 í deild hér í Reykja- vík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.