Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL
13
Bætt kennaramenntun.
Eitt af nýmælum fræðslulaganna frá 1946 var auknar
kröfur um menntun kennara og starfshæfni. Höfundum
nýju fræðslulaganna var vel ljóst, að ekki nægði að breyta
fræðslulöggjöfinni. Ef nýsköpun átti að eiga sér stað,
urðu að koma til breytingar á því, sem gerðist innan
veggja skólans. Að öðrum kosti yrði löggjöfin dauður
bókstafur. Vel menntaðir og dugmiklir kennarar áttu með
nýjum starfsaðferðum að blása lífi í hið nýja skólaskipu-
lag.
Það skal tekið fram, að víða hefur þetta gerzt og í
mun ríkari mæli en gagnrýnendur yfirleitt vilja vera láta.
En vafalaust er skortur hæfra kennara eitthvert mesta
vandamál framhaldsskólanna í dag. Það verður ekki hjá
því komizt að endurskoða þessi mál í heild. Það er mjög
aðkallandi að finna ráð til þess að framhaldsskólarnir eigi
völ á nógu mörgum hæfum kennurum á hverjum tíma.
Öþarft er að lýsa því hér, hvernig ástandið er í þessum
málum. Ég vil aðeins minna á það, að yfirleitt mun aldurs-
stigið 13—15 ára vera álitið erfiðasta aldursskeið skyldu-
námsins. Þá eru unglingarnir oft í andstöðu við þá, sem
uppeldi þeirra annast, bæði heimili og skóla. En eins
og þessum málum nú er háttað, tekst oft og tíðum ekki
að fá kennara, sem réttindi hafa til að kenna á þessu
stigi. Á undanförnum árum hafa flestir þeir, sem óskað
hafa eftir kennslustörfum í Reykjavík fengið starf, ann-
að hvort fullt starf eða stundakennslu. En allverulegur
hluti umsækjendanna hefur ekki haft fullkomin réttindi
til að kenna við gagnfræðastigsskóla. Flestir hafa lokið
stúdentsprófi og sumir engu öðru prófi.
Vandamál er það einnig, hve algengt það er, að um-
sækjendur með skýlaus réttindi virðast hafa algerlega
ófullnægjandi undirbúning, hvað kennslutækni áhrærir.
Æfing í kennslu í B.-A.-deild Háskólans er greinilega allt
of lítil og of einhliða. Tvenns konar vandi virðist steðja