Menntamál - 01.04.1959, Blaðsíða 62
56
MENNTAMÁL
lífari þótti stundum nóg um. En drenglund hans og hjarta-
hlýja aflaði honum hvarvetna vina.
Samband íslenzkra barnakennara vill nú að leiðarlok-
um þakka störf Arngríms Kristjánssonar skólastjóra í
þágu kennarastéttarinnar og uppeldismálanna í landinu.
Við kennarar eigum þar á bak að sjá ötulum forsvarsmanni
stéttar okkar.
Alþýðublaðið, 13.
Frímann Jónasson.
febrúar 1959.
Á skólaárum Arngríms var Samband íslenzkra barna-
kennara stofnað. Brátt varð hann þar þátttakandi og litlu
síðar kosinn í stjórn og átti hann þar sæti í 29 ár, þar af
6 ár formaður. Þetta sýnir glögglega hversu mikils trausts
hann naut meðal kennarastéttarinnar. Samband íslenzkra
barnakennara var lítt mótaður félagsskapur á fyrstu ár-
um þess og flest verkefni í menningar- og hagsmunamál-
um kennara óleyst, svo að næg voru verkefnin, sem vinna
þurfti. Mikið hefur áunnizt í málefnum kennara frá stofn-
un S. í. B. og margir unnið þar ágætt starf, en hlut Arn-
gríms tel ég þar meiri en annarra. Hann var hinn óþreyt-
andi baráttumaður, sem ætíð var reiðubúinn að fórna
tíma sínum í þágu kennarastéttarinnar og þeirra mála,
er hún hafði á stefnuskrá sinni. Pálmi Jósefsson.
Alþýðublaðið, 13. febrúar 1959.
Arngrímur Kristjánsson var um margt óvenjulegur
maður. Áhugi hans á þeim málum, sem voru honum hug-
leikin, var svo brenandi, að honum veittist auðvelt að afla
þeim stuðnings. Starfsgleði hans var svo mikil, að það
varð öllum, sem með honum unnu, hvatning. Góðvild hans
var svo einlæg, að menn trúðu því, að hvert mál hlyti að
vera gott, sem hann beitti sér fyrir.
Gylfi Þ. Gíslason.
Alþýðublaðið, 13. febrúar 1959.