Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1971, Side 4

Æskan - 01.07.1971, Side 4
Greinarhöfundur ásamt qrænlenzkri konu. Vilhjálmur varð snemma hugsi og einrænn í æsku, en fór í ríkisháskólann í lowa og var þar í 4 ár. Hann útskrifaðist árið 1903 og fór svo í Harvardháskóla og lauk þar prófi sem mannfræðingur. Vilhjálmur kynniist snemma Indíánum, en þeir voru vingjarnlegir og reyndust oft landnemum eins og foreldrum Vilhjálms hjálpsamir. Vilhjálmur var 4 ár kúreki eða cowboy og lærði snemma að fara með byssu og varð afbragðs skytta. Vilhjálmur las margar sögur um kúreka í æsku, en hann segir sjálfur: ,,Ég sá því miður aldrei Buffalo Bill, en Jói bróðir gekk með barðastóran hátt og hár niður á herðar, eins og var siður margra kúreka." Má segja, að þeir hafi litið út eins og bítlar gera núna. Vilhjálmur segir: „Þegar ég var strákur, vildi ég vera líkur Buffalo Bill, og þegar ég var kúreki, klæddi ég mig eins og Billi, og þá stakk ég í beltið tveimur skammbyssum og varð snemma góð skammbyssuskytta, og kom það sér mjög vel síðar, þegar ég fór að ferðast um norðurslóðir og varð að lifa af veiði minni. Fyrst fór Vilhjálmur um norðurslóðir 1906—1907, og þá kynntist hann strax lífi Eskimóa. Hann sá, að alls staðar eru menn hver öðrum líkir eða eins og Tómas skáld Guð- mundsson segir: „Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu." Vilhjálmur sá, að Eskimóar voru gestrisnir og hjálpsamir, enda voru þeir fullkomnir sameignarsinnar og hjálpuðu hver öorum, þeir voru kurteisir og góðir heim að sækja, og höfðu þá margir þeirra aldrei séð hvíta menn fyrr en Vilhjálm. Þeir voru lausir við hnýsni og Per' sónulega forvitni. Vilhjálmur segist hafa lært að verjast kali i andliti af Eskimóum, og vandinn er að halda höndun- um heitum, og er þá hægt að nudda andlitið og þýSa ka' á fyrsta stigi. Vilhjálmur iærði að byggja snjóhús eins og Eskimóar byggja þau, og er þá oftast hægt að komast i skjól og hafa góðan náttstað, þar sem snjór er naeger- Snjóhús er bezt að hita upp með lampa, sem brennir iý®'> og er þá funheitt í þeim. Vilhjálmur veiddi seli, hreindýr. kanínur og úlfa og héra þarna norður frá, einnig skaut hann fugla og bjarndýr. Hann lærði að fara með hunda- sleða alveg eins og innfæddur Eskimói. Vilhjálmur varð öllum fróðari um norðurhjara he'nns, hann átti óhemjustórt bókasafn um þessi lönd og norður- höf. Eftir að hann varð gamall og hættur svaðilförum vann hann í bókasafni sinu og umgekkst mikið fræðimenn og ferðalanga og listamenn. Hann var öllum skemmtilegri 1 umgengni og var oft gestkvæmt hjá honum siðustu árin. Kona hans, Evelyn, vann með honum i bókasafni hans og var honum stoð og stytta síðustu árin eða þar til hann andaðist. Viihjálmur stendur jafnfætis Friðþjófi Nansen, Roald Amundsen og Robert Scott sem ferðamaður og landkönnuður. Ég las bækur Vilhjálms, þegar ég var strákur, og álít e9> að þær séu öllum hollur lestur. Þá ákvað ég að fara til Grænlands og sjá Eskimóa með eigin augum og let eg verða af þvi i fyrra og fór þá til Kúlúsúk á austurströnd- inni, en áður hafði ég eytt einu sumarleyfi i hinum fornu íslendingabyggðum. Ég læt til gamans fylgja hér með mynd af mér og Eskimóum á öllum aldri, svo að lesendur Æskunnar geti virt þá fyrir sér. ÞorvarSur Magnússon. Nokkur Eskimóabörn. 4

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.