Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Síða 6

Æskan - 01.07.1971, Síða 6
ESTER TVETER cand. pliilol. VINKONUR túlkur og drenglr eru ólik og hugsa á mls- munandl hátt allt frá barnæsku. Þegar lltlar stúlkur leika sér, snúast leikir þeirra fyrst og fremst um helmili og börn. Þær vilja einkum ^ vera mömmur, en stundum lika kennslukonur eða hjúkrunarkonur. Þær búa sér til brúðuheimlli, hvar sem þær geta því vlð komið, og safna þar saman hjá brúðum sínum öllu hugsanlegu dótl, því að næstum allt er hægt að nota. Og þegar þær teikna, eru það einkum hús með stórum gluggum, gluggatjöldum og blómaþottum. Og I krlngum húsið eða hjá því er garður með blómum, trjám og flaggstöng. Þannig teiknaði ég, þegar ég var Iftil, og það hefur þú vafalaust gert líka. Bróðir þinn lék sér með bíla, báta, skip, hesta og flugvélar. Drengur, sem lelkur sér að brúðum ... nei, hann mun harla vandfundinn. En sýnum aðeins nokkra biðlund. Þegar drengirnir stækka, fara þeir líka að hugsa um heimili alveg eins og stúlkurnar. Og í draumahöll þeirra býr sú stúlka, sem þeir eru mjög hrifnir af og þykir 'nnl” lega vænt um i leynum hugans. Og framtíðin birtist þei111 í fögrum, unaðslegum hillingum. Mundum við ekki öll óska þess af heilum huga, að óska- draumar unglinganna okkar, hvar í heiminum sem þeir bea. gætu rætzt? Jú, vissulega. En þannig fer raunar alls ekki. því miður. Um það getum við sannfærzt m. a. af því, að um það bil 5. hvert hjónaband í Osló leysist upp, — fer ut um þúfur. Þannig fer fyrst og fremst vegna þess, að allt of margir piltar og stúlkur byrja ekkl nógu snemma á því a® undirbúa stofnun sins eigin heimilis. EVA OG ÁSA Ég þekktl einu sinni tvær ungar stúlkur. Já, og ég þekki þær enn þá, en nú eru þær ekki lengur ungar. Þær heita Ása og Eva. Evu þótti mjög gaman að ganga i skóla og rækja skyldur sinar við hann. Hún hlakkaði til að fara á hverjum morgnl og var alltaf glöð og hamingjusöm vlð skólastörfin. Öllum þótti þvi vænt um Evu, þessa glaðlyndu, háttvisu og skylduræknu stúlku, bæði skólasystkinum henn- ar og kennurum. Þótt elnkennilegt væri, sóttist Eva aldrel eftir neinum af drengjunum. ,,Það á víst ekki að liggja fyrir mér í framtíð- inni," sagðl hún. „Ég hugsa aldrei um að trúlofa mig. Ég ætla að verða góð frænka, — einhverjar okkar þurfa hvort sem er að verða það.“ Okkur hinum fannst alltaf, að við heyrðum ofurlítið and' varp, þegar hún hafði tjáð sig á þennan hátt, þvi að EvU þótti svo vænt um börn, og öllum börnum þótti vænt um hana. Þau flykktust kringum hana, hvar sem hún kom, °9 vildu ekki skilja við hana. Og engin stúlkan í skólanum var eins dugleg og vand- virk i handavinnu og hún. Þau voru hreinasta snilld að sjá, verkin hennar. Og innan skamms átti hún nóg af slíkum munum bæði í stofu, eldhús og svefnherbergi. ,,Þú ætlar nú kannski samt sem áður að gifta þið? spurðum við forvitnislega. „Nei,“ svaraði hún strax. ,,En ég ætla samt að eignast helmili, fallegt og gott heimili, þar sem ég vona, að þi® hafið ánægju af að koma. Þar ætla ég m. a. að hafa hljóð- færl, málverk og bækur. Bíðlð bara rólegar." Og Eva stefndi örugg og ákveðin að takmarki sinu °9 tók hvert prófið af öðru. Allt gekk samkvæmt áætlun hennar. Kvöld eitt, þegar við Ása vorum staddar hjá Evu í her- bergi hennar í Óskarsgötu, sagði hún: „En þegar ég hef eignazt mitt eigið heimili f nýbyg9' Ingunni stóru, ætla ég að elgnast barn, strax og ég tel mér fært. Heimill án barns er í rauninnl ekkert heimlll-“ „Ertu alveg frá þér,“ kölluðum við báðar í kór. „Þú, sem segist ekki ætla að gifta þig.“ „Já, en ég get sem bezt eignazt börn fyrir því," sagó' Eva. „Ég get tekið fósturbarn, — og ekki aðeins eitf. heldur kannski tvö eða þrjú." Þetta var alveg nýtt viðhorf og kom okkur mjög á óvart- Og það varð strax löng og hátiðleg þögn. Ása tók fyrst til máls. „Já, bara að við gætum allar gert 6

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.