Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1971, Side 8

Æskan - 01.07.1971, Side 8
Já, þannig ræddi vinkona okkar, kvenlæknirinn, við okk- ur langt fram á nótt. Við fengum innsýn í veröld, sem við höfðum harla litla hugmynd um. Hún ræddi m. a. um áfeng- issjúklinga og sagði okkur frá þeirri staðreynd, að nú væru þeir meira en 30 þúsund i Noregi. Mestur hluti þessara sjúklinga er karlmenn, en þó allmargar konur. „Hugsa sér að vera gift áfengissjúklingi,“ skaut Ása fram í. „Það mun nú teljast til undantekninga, að kona giftist áfengissjúklingi," mælti læknirinn. „En sumir þeirra, sem neyta áfengis að staðaldri, verða með vissu áfengissjúkling- ar, og enginn veit fyrir fram, hver þeirra verður það. Eigin- konur slíkra manna hafa mörgum sinnum heimsótt mig, og þið skuluð ekki efast um, að þeim líður oft afar illa. Fá- tækt þeirra og basl er í rauninni ekki verstu erfiðleikarnir, heldur kvíðinn og hræðslan. Um það bil helmingur allra þeirra heimila, sem yfirvöldin neyðast til að hafa afskipti af, — með því t. d. að taka börnin og koma þeim á uppeldisheimili eða til fósturfor eldra, — sundrast þannig og fer á vonarvöl vegna áfeng's nautnarinnar. Og það er ekki hægt að leyna þeirri stað reynd, að börn frá heimilum, þar sem foreldrarnir neyta áfengis, temja sér oft sömu drykkjuvenjur og foreldrarnir, og mörg þeirra verða áfengissjúklingar. Hins vegar sýna rannsóknir svo Ijóst sem verða má, a heimili, þar sem áfengi er aldrei haft um hönd, eru mikla farsælli og traustari. Já, og þótt það komi fyrir ungmenm frá slíkum heimilum að bragða áfenga drykki, gera ÞaU það yfirleitt af minna gáleysi en þeir unglingar, sem koma frá heimilum, þar sem áfengisneyzla er venjuleg eða fastur vani.“ Læknirinn ræddi einnig um sitthvað fleira í þessu sam bandi, sem var mjög hræðilegt og hrollvekjandi. Þetta kvöld varð okkur öllum fyllilega Ijóst, hve hættu legt fyrsta staupið getur orðið. Og áður en við skildum sagði Ása: » „Eigum við nú ekki allar að stíga á stokk og strengJ3 heit að fornum hætti? Gerum ráð fyrir, að við giftum okkur einhvern tíma og eignumst börn. Eigum við nú ekki að strengja þess heit, að lofa hver annarri því hátíðlega a bragða aldrei dropa af áfengi? Þá þurfa börnin okkar aldrei að saka okkur um það.“ „Ágætt," sagði Eva, „við lofum þér því hátíðlega." Á leiðinni heim hugsaði ég um það, hvers vegna Asa hefði roðnað, þegar Eva minntist á trúlofun. Skyldi hennt kannski litast vel á einhvern þarna á sjúkrahúsinu? ^un hafði stundum sagt okkur frá ungum lækni, sem ynni a hennar deild. Já, því gat það ekki átt sér stað? Það var eins og Ása væri öðrum fremur sköpuð til þess að verða „drottning heimilisins", eins og stundum er að orði komizt á skáldlegan hátt. Framhald. " " KANNTU AO NOTA AUGUN? Horfðu á þessa mynd í nákvæmlega fjórar minútur, legðu þvf næst pappirsblað yfir hana og reyndu, hve mörgum af eftirfarandi spurningum þú getur svarað eftir minni. 1) Hve margir drengir eru á myndinni? 2) Hvað eru þeir að gera? 3) Hefur einn af drengjunum hálsbindi, svo að það sé sjáanlegt? 4) Hvað er af búsáhöldum í eldhúsinu? 5) Hve mörg tjöld getur maður séð? 6) Eru flögg á tjöldunum? 7) Hversu mörg tró og runnar eru á myndinni? 8) Hvað sést í loftinu? 9) Hvað sést á vatninu? Reyndu nú! Ef þú getur i skyndi svarað þessum niu spurningum rétt, þá er athyglisgáfa þín í góðu lagi. 8

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.